Topplið Aftureldingar fór einkar illa með Selfoss í kvöld. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fimm mörk í 9-0 sigri. Ásgeir Marteinsson, Aron Elí Sævarsson, Andri Freyr Jónasson og Hrafn Guðmundsson skoruðu eitt mark hvor.
Indriði Áki Þorláksson og Hlynur Sævar Jónsson skoruðu bæði mörk ÍA í 2-0 útisigri á Grindavík.
Aron Bjarki Jósepsson, Grímur Ingi Jakobsson og Patrik Orri Pétursson skoruðu mörk Gróttu í 3-1 útisigri á Njarðvík. Rafael Victor skoraði mark heimamanna á meðan Hreggviður Hermannsson fékk rautt spjald á 76. mínútu.
Fjölnir vann þægilegan 5-1 sigur á botnliði Ægis. Bjarni Gunnarsson, Orri Þórhallsson, Óliver Dagur Thorlacius, Máni Austmann Hilmarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis. Dimitrije Cokic skoraði mark Ægis.
Stöðuna í deildinni má sjá hér.