Sport

Harden vill burt og eyðir öllu tengdu 76ers á samfélagsmiðlunum

Andri Már Eggertsson skrifar
Harden er ósáttur
Harden er ósáttur Vísir/Getty

James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, er í fýlu og vill fara frá félaginu. Harden hefur eytt öllu tengt 76ers á samfélagsmiðlunum sínum.

James Harden er ósáttur og sendir vinnuveitendum sínum skilaboð. Harden hefur eytt öllu tengdu Philadelphia 76ers á Instagram og Twitter. Harden setti einnig færslu á Instagram sem varaði við þessari hegðun.

 

„Það er kominn tími til þess að vera óþægilegur,“ stóð í færslu James Harden á Instagram story. Skömmu síðar eyddi hann öllu tengdu félaginu á Instagram og Twitter.

 

James Harden hefur leikið tíu Stjörnuleiki og árið 2018 var hann kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. Liðsfélagi Harden í 76ers Joel Embiid var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili.

Undanfarin ár hefur James Harden leitt til mikilla vandræða og átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi. Frá árinu 2021 hefur James Harden skipt þrisvar um lið og núna vill hann aftur fara annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×