Fótbolti

Féll í yfirlið í beinni útsendingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaka Hislop lék 26 landsleiki fyrir Trínídad og Tóbagó, meðal annars á HM 2006.
Shaka Hislop lék 26 landsleiki fyrir Trínídad og Tóbagó, meðal annars á HM 2006. getty/Mike Stobe

Shaka Hislop, fyrrverandi markvörður Newcastle United, West Ham United og fleiri liða, féll í yfirlið í beinni útsendingu í nótt.

Hislop starfar hjá ESPN og var að vinna sem sérfræðingur á æfingaleik Real Madrid og AC Milan í Kaliforníu.

Þegar Hislop var að tala fyrir leikinn byrjaði hann allt í einu að riða og féll svo fram fyrir sig og á grasið. Dan Thomas, sem var einnig á hliðarlínunni ásamt Hislop, kallaði strax eftir hjálp og ESPN skipti umsvifalaust yfir í auglýsingar.

Hitinn í Kaliforníu í gær var um þrjátíu stig en óvíst er hvort það hafi haft áhrif á Hislop.

Thomas greindi seinna frá því að Hislop væri með meðvitund og í ágætis ásigkomulagi. Hann skammaðist sín þó talsvert fyrir atvikið.

Real Madrid vann leikinn í gær með þremur mörkum gegn tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×