FIFA hótar félögunum stórum sektum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 06:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, passar upp á það að félögin hugsi sig tvisvar um ætli þau ekki að mæta með sitt besta lið á HM félagsliða næsta sumar. Getty/John Todd Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin jafnstór og HM landsliða hefur verið frá árinu 1998. Það verða því mjög margir leikmenn sem munu með þessu lengja hjá sér annars langt keppnistímabil. Liðin sem keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar þurfa líka að vera mætt til Bandarikjanna þremur til fimm dögum fyrir þeirra fyrsta leik. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti þetta í reglum keppninnar sem voru gefnar út formlega í gær. ESPN segir frá. Vandamálið við þetta er að leikmenn fá því enga hvíld á milli landsleikja og HM félagsliða. Það sem meira er að landsleikirnir eru strax í framhaldinu á því að tímabilinu lýkur hjá evrópsku félögunum. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er 31. maí, landsleikjaglugginn er frá 6. til 10. júní og HM félagsliða byrjar síðan 15. júní. FIFA veit auðvitað af hinum mikla óróa í hreyfingunni vegna umræðunnar um of mikið leikjaálag og sambandið ætlar að tryggja það að engu félagi snúist hugur um að mæta. Liðin fá með þessum reglum skýr skilaboð um að þau verði að stilla upp sínu sterkasta félagi í keppninni og þeim er einnig hótað með að minnsta kosti 445 þúsund punda sekt fyrir að hætta við þátttöku. Það gerir meira en 79 milljónir í íslenskum krónum. FIFA gefur félögum einnig tækifæri á því að styrkja lið sín fyrir mótið. Leikmenn gætu því spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo fyrir nýtt félag á HM félagsliða aðeins fimmtán dögum síðar. Félög fá líka tækifæri til að ná í nýja leikmenn á miðju móti þar sem samningar sumra leikmanna renna út um mánaðamótin þegar HM félagsliða er í fullum gangi. HM félagsliða fer fram frá 15. júní til 13. júlí. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
FIFA Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira