Fótbolti

Manchester United hafa náð samkomulagi við Rasmus Højlund en hiksta á verðmiðanum

Siggeir Ævarsson skrifar
Rasmus Hojlund hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við Manchester United er enn ber mikið á milli United og Atalanta um kaupverð
Rasmus Hojlund hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við Manchester United er enn ber mikið á milli United og Atalanta um kaupverð Vísir/Getty

Manchester United og danski framherjinn Rasmus Højlund hafa náð saman um kaup og kjör samkvæmt Fabrizio Romano. Á borðinu liggur fimm ára samningur en enn ber mikið á milli United og Atalanta um endanlegt kaupverð.

Atalanta eru sagðir verðmeta Højlund á um 90-100 milljónir evra og vilja jafnvel tengja frekari aukagreiðslur við það verð miðað við frammistöðu og spilaða leiki. United eru sagðir horfa til þess að borga í kringum 70 milljónir, svo að töluvert ber enn á milli.

Erik Ten Hag stjóri United segist þó vera vongóður um að landa leikmanninum og vill helsta klára félagaskiptin sem fyrst til að koma honum inn í hópinn og aðlaga hann að leik liðsins.

Reiknað er með að United leggi fram tilboð í vikunni en aðeins eru tæpar þrjár vikur þar til liðið hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið tekur á móti Úlfunum á heimavelli þann 14. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×