Carlos hættur hjá Herði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 10:41 Carlos Martin Santos hefur látið af störfum hjá Herði. vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar. Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins. Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins.
Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46
ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56