Þrálát meiðsli gera Arnóri erfitt fyrir í Englandi: Landsliðsverkefni í hættu Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 15:45 Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Blackburn Rovers á Englandi Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnór Sigurðsson leikmaður enska liðsins Blackburn Rovers verður frá næstu átta vikurnar vegna þrálátra meiðsla á nára. Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira