Goslok möguleg eftir eina til tvær vikur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 23:07 Eldgos við Litla-Hrút á Reykjanesskaga hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Dregið hefur úr afli gossins um 30 til 50 prósent síðustu vikuna. Goslok eru möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira