„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:31 Orri Steinn Óskarsson með þrennuboltann, sem hann fékk til eignar, innan klæða á leið af vellinum í Kaupmannahöfn í gær. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira
Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira