Innlent

Eril­samur dagur hjá lög­reglunni: Ógnaði starfs­fólki slysa­deildar með skærum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Mörg mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Mjög erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sex manns hafa verið vistaðir í fangaklefa og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa margar aðstoðarbeiðnir borist um allt höfuðborgarsvæðið vegna fólks í annarlegu ástandi.

Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi og tilraun til innbrots í fjölbýlishúsi. Að auki voru fjórir handteknir í tengslum við þjófnaðarmál sem er í rannsókn hjá lögreglu. 

Þá var aðili í annarlegu ástandi handtekinn fyrir utan slysadeild eftir að hafa ógnað starfsfólki með skærum. Hann var vistaður í fangaklefa.  Lögregla var að auki kölluð á slysadeild vegna sjúklings sem gekk berserksgang. Ástandið róaðist fljótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×