Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Stöð 2 14. ágúst 2023 11:17 Aldís Amah Hamilton leikur Anítu í Svörtu söndum ásamt því að vera einn þriggja handritshöfunda glæpaseríunnar. Mynd/Juliette Rowland. Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Gagnrýnandi blaðsins, John Anderson, hrósaði leikurunum og skemmtilegum fléttum og mælti með hámhorfi en serían telur átta þætti. Baldvin Z, leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda seríunnar, var ánægður að lesa þennan jákvæða dóm. „Ég veit í raun ekki mikið um viðtökur, en það litla sem ég veit er gríðarlega jákvætt. En ég er ekki mikið að velta mér upp úr því þessa dagana þar sem öll orkan fer í undirbúning á seríu tvö. Wall Street Journal er mjög stórt blað í Bandaríkjunum, það er það eina sem ég veit. Hins vegar veit ég að Viaplay voru mjög glöð með að fá þessa umfjöllun því það er erfitt að fá svona umfjöllun á erlendum seríum í svona stórum miðli og ekki skemmdi fyrir að umfjöllunin var hrikalega góð.“ Baldvin Z er leikstjóri og einn þriggja handritshöfunda Svörtu sanda. Mynd/Juliette Rowland. Svörtu sandar fjallar um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist til að sækja æskuslóðirnar heim en þaðan hafði hún flúið fjórtán árum áður. Uppgjöf við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur breytir öllum plönum hennar. Aníta sogast niður í dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah Hamilton leikur Anítu og í öðrum aðalhlutverkum eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius. Svörtu sandar var sýnd á Stöð 2 um jólin árið 2021 en Glassriver er framleiðandi seríunnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þór Tulinius fara með stór hlutverk í Svöru söndum. Mynd/Juliette Rowland. Sería tvö, eða seinni hluti eins og Baldvin kýs að kalla verkefnið, er alveg magnaður lokakafli sögunnar að hans sögn. „Allir sem horfðu og festust við voru með svipaðar spurningar í lok fyrstu seríu. Við munum fá svör við öllum þeim spurningum og meira til og halda áfram látunum á Glerársöndum. Í seinni hlutanum eru þrettán mánuðir liðnir frá harmleiknum í seríu eitt. Aníta er búinn að eignast barn og martröðin byrjar aftur þegar kona stígur fram og sakar frænda hennar Davíð um kynferðislega misnotkun 40 árum áður.“ Klippa: Svörtu sandar - gerð fyrstu seríunnar. Líkt og í fyrri seríunni verður spennandi að fylgjast með hverjir lifa og hverjir deyja segir Baldvin. „Því reglan í Svörtu söndum er einföld. Ef eitthvað vont gerist, þá gerist það á eins vondan hátt og hugsast getur. Fjórar risa leikkonur bætast í leikarahópinn, þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Erla Ruth og Ólafía Hrönn ásamt fleiri frábærum leikurum. Þetta verður veisla.“ Mynd/Juliette Rowland.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp