Sport

Kristján Einar og Guðni hrósuðu sigri í Can-Am Iceland Hill Rally

Aron Guðmundsson skrifar
BRP-Ellingsen Can-Am liðið,
BRP-Ellingsen Can-Am liðið, Mynd: Aðsend

BRP-Ellingsen Can-Am liðið, skipað þeim Kristjáni Einari Kristjáns­syni og Guðna Frey Ómars­syni, sigraði Can-Am Iceland Hill Rally þolakstur­skepnina sem hófst á föstu­daginn og lauk fyrr í dag.

CanAm Iceland Hill Rally er þriggja daga þolakstur­s­­keppni, sem fór fram um helgina á sér­­­leiðum, mest megnis á há­­lendi Ís­lands. Rúm­lega 400 kíló­metra leið.

Heildar­tími Kristjáns Einars og Guðna á Ma­verick X3 XRC Turbo RR bílnum var fimm klukku­stundir og rúmar fjórar mínútur og var heildar­tími þeirra rúm­lega tuttugu mínútum skemmri heldur en liðinu í öðru sæti sem var skipað þeim Sig­hvati Sigurðs­syni og Leó Róberts­syni.

Can-Am Hill Rally þolakstur­s­keppnin í ár markaði endur­komu Kristjáns Einars í mótor­sport­keppni en Kristján er einn þeirra Ís­lendinga sem hefur komist hvað næst því að keppa í For­múlu 1 og á yfir að skipa nokkurra ára ferli í For­múlu 3 móta­röðinni.

Á­skorunin var af allt öðrum toga en Kristján Einar hafði áður kynnst á sínum at­vinnu­manna­ferill í mótor­sporti.

Hann hefur hins vegar án efa notið góðs af reynslu Guðna Freys á þessum slóðum en Guðni er fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri á sínum ferli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×