„Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 19:28 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir / Hafliði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var fúll að fá ekki öll stigin þrjú þegar lið hans sótti KA heim á Akureyri í dag. Blikar léku allan seinni hálfleik manni færri eftir að Oliver Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og Daníel Hafsteinsson jafnaði í kjölfarið leikinn fyrir KA af vítapunktinum. Klæmint Olsen skoraði mark Blika með skalla snemma í leiknum. „Svona blendið bara. Ég er auðvitað mjög stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábærlega í dag og eiga sigurinnn skilið. Við í raun og veru erum með mikla yfirburði allan leikinn, jafnvel þó við værum einum færri allan seinni hálfleikinn, og þannig lagað fúlt að vinna ekki þennan leik en frammistaðan var frábær“ sagði Óskar aðspurður hvernig honum liði með úrslitin. Betri þrátt fyrir að vera færri heilan hálfleik „Ég er gríðarlega ánægður með liðið, með spilamennskuna og hvernig við tókum seinni hálfleikinn og héldum áfram því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik jafnvel við værum einum færri og mikill styrkur fólginn í því.“ „Við horfum á frammistöðuna, það er það sem við getum haft stjórn á, þannig ég er ánægður. Við komum hérna fyrir einum og hálfum mánuði og töpuðum í vítakeppni og vorum miklu betri aðilinn líka þannig nú erum við búnir að pakka þeim tvisvar saman og þurfum að breyta jafnteflum í sigra.“ Oliver Stefánsson, miðvörður Breiðabliks, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og KA jafnaði leikinn úr vítaspyrnu. Það var þó ekki að sjá að Blikar væru að spila einum færri allan seinni hálfleikinn. Hvað var það sem Blikar gerðu vel einum færri? „Mér fannst við bara þora að halda í boltann. Oft er það þannig að þegar þú lendir einum manni færri að þá fer í gang einhver varnarmekkanismi þar sem þú ósjálfrátt fellur til baka og verður hræddur og ferð einhvern veginn að verja eitthvað en mér fannst við ekki gera það en vorum auðvitað opnir á köflum og KA menn fengu alveg stöður til að gera eitthvað en mér fannst við aðallega þora að halda í boltann og þora að spila af sama hugrekki og við gerðum í fyrri hálfleik.“ „KA menn áttu í miklum erfiðleikum með að ná boltanum og það gerði það að verkum að við náðum að búa til góðar sóknir. Svo er það bara gríðarleg vinnsla, um leið og við töpum boltanum erum við fljótir að pressa og ef við náum ekki að pressa erum við fljótir til baka þannig bara virkilega ánægður með þetta.“ Var Óskar sammála dómara leiksins þegar hann gaf Oliver rauða spjaldið? „Ég hef tamið mér það að skoða ekki umdeild atvik fyrr en einhvertímann töluvert eftir leik vegna þess að ég get ekki látið ákvarðarnir sem eru mögulega rangar stjórna tilfinningalífi mínu í leikjum þannig að ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég ætla rétt að vona það, þetta var risastór ákvörðun hjá Elíasi, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi haft hana rétta.“ Bæði lið fengu dauðafæri til að klára leikinn í uppbótartíma. Hvernig er horfa upp á það eina stundina að vera mögulega að vinna leikinn undir blálokin en svo næstum tapa honum augnabliki seinna? „Það hefði verið lögreglumál ef þeir hefðu unnið þennan leik. Kiddi Steindórs kemst einn í gegn og ef eg hefði valið einn leikmann í þessu liði til að komast einn í gegn á þessum tímapunkti hefði það verið Kiddi Steindórs. Rétt yfir, hann gerir allt rétt, þetta er bara eins og það er. Úrslitin, það eru of margar breytur sem falla til sem við höfum ekki stjórn á. Frammistaðan er það sem við höfum stjórn á, hún var góð og við tökum það með okkur.“ Leikmenn Breiðabliks búnir á því sökum álags Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks vegna þátttöku í Evrópukeppni ásamt deildinni heima fyrir. Sjö mikilvægir leikmenn liðsins voru ekki í hóp í dag en Óskar segir þá einfaldlega vera að þrotum komnir. „Þeir bara gátu ekki farið með. Þeir áttu ekkert erindi inn á fótboltavöll í dag. Þeir eru gjörsamlega búnir á því. Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig, þannig er bara staðan. Þeir eru búnir að spila marga leiki á stuttum tíma. Marga mikilvæga leiki þar sem allt er undir alltaf þannig þeir þurftu bara hvíld.“ Þó að Breiðablik falli sennilega úr leik í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag er enn möguleiki á að liðið tryggi sig í riðlakeppni Sambandsdeilarinnar. Er sú hugsun ofarlega í hugum Blika? „Við reynum bara að taka einn leik í einu. Við eigum að spila við Zrinjski á fimmtudaginn og stefnum á því að vinna þann leik. Það er á einhvern hátt á brattann að sækja en við ætlum að vinna þann leik og svo bara kemur það sem kemur.“ - Sagði Óskar Hrafn að lokum en honum lá greinilega margt á hjarta eftir leik dagsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Blikar léku allan seinni hálfleik manni færri eftir að Oliver Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og Daníel Hafsteinsson jafnaði í kjölfarið leikinn fyrir KA af vítapunktinum. Klæmint Olsen skoraði mark Blika með skalla snemma í leiknum. „Svona blendið bara. Ég er auðvitað mjög stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábærlega í dag og eiga sigurinnn skilið. Við í raun og veru erum með mikla yfirburði allan leikinn, jafnvel þó við værum einum færri allan seinni hálfleikinn, og þannig lagað fúlt að vinna ekki þennan leik en frammistaðan var frábær“ sagði Óskar aðspurður hvernig honum liði með úrslitin. Betri þrátt fyrir að vera færri heilan hálfleik „Ég er gríðarlega ánægður með liðið, með spilamennskuna og hvernig við tókum seinni hálfleikinn og héldum áfram því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik jafnvel við værum einum færri og mikill styrkur fólginn í því.“ „Við horfum á frammistöðuna, það er það sem við getum haft stjórn á, þannig ég er ánægður. Við komum hérna fyrir einum og hálfum mánuði og töpuðum í vítakeppni og vorum miklu betri aðilinn líka þannig nú erum við búnir að pakka þeim tvisvar saman og þurfum að breyta jafnteflum í sigra.“ Oliver Stefánsson, miðvörður Breiðabliks, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og KA jafnaði leikinn úr vítaspyrnu. Það var þó ekki að sjá að Blikar væru að spila einum færri allan seinni hálfleikinn. Hvað var það sem Blikar gerðu vel einum færri? „Mér fannst við bara þora að halda í boltann. Oft er það þannig að þegar þú lendir einum manni færri að þá fer í gang einhver varnarmekkanismi þar sem þú ósjálfrátt fellur til baka og verður hræddur og ferð einhvern veginn að verja eitthvað en mér fannst við ekki gera það en vorum auðvitað opnir á köflum og KA menn fengu alveg stöður til að gera eitthvað en mér fannst við aðallega þora að halda í boltann og þora að spila af sama hugrekki og við gerðum í fyrri hálfleik.“ „KA menn áttu í miklum erfiðleikum með að ná boltanum og það gerði það að verkum að við náðum að búa til góðar sóknir. Svo er það bara gríðarleg vinnsla, um leið og við töpum boltanum erum við fljótir að pressa og ef við náum ekki að pressa erum við fljótir til baka þannig bara virkilega ánægður með þetta.“ Var Óskar sammála dómara leiksins þegar hann gaf Oliver rauða spjaldið? „Ég hef tamið mér það að skoða ekki umdeild atvik fyrr en einhvertímann töluvert eftir leik vegna þess að ég get ekki látið ákvarðarnir sem eru mögulega rangar stjórna tilfinningalífi mínu í leikjum þannig að ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég ætla rétt að vona það, þetta var risastór ákvörðun hjá Elíasi, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi haft hana rétta.“ Bæði lið fengu dauðafæri til að klára leikinn í uppbótartíma. Hvernig er horfa upp á það eina stundina að vera mögulega að vinna leikinn undir blálokin en svo næstum tapa honum augnabliki seinna? „Það hefði verið lögreglumál ef þeir hefðu unnið þennan leik. Kiddi Steindórs kemst einn í gegn og ef eg hefði valið einn leikmann í þessu liði til að komast einn í gegn á þessum tímapunkti hefði það verið Kiddi Steindórs. Rétt yfir, hann gerir allt rétt, þetta er bara eins og það er. Úrslitin, það eru of margar breytur sem falla til sem við höfum ekki stjórn á. Frammistaðan er það sem við höfum stjórn á, hún var góð og við tökum það með okkur.“ Leikmenn Breiðabliks búnir á því sökum álags Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks vegna þátttöku í Evrópukeppni ásamt deildinni heima fyrir. Sjö mikilvægir leikmenn liðsins voru ekki í hóp í dag en Óskar segir þá einfaldlega vera að þrotum komnir. „Þeir bara gátu ekki farið með. Þeir áttu ekkert erindi inn á fótboltavöll í dag. Þeir eru gjörsamlega búnir á því. Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig, þannig er bara staðan. Þeir eru búnir að spila marga leiki á stuttum tíma. Marga mikilvæga leiki þar sem allt er undir alltaf þannig þeir þurftu bara hvíld.“ Þó að Breiðablik falli sennilega úr leik í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag er enn möguleiki á að liðið tryggi sig í riðlakeppni Sambandsdeilarinnar. Er sú hugsun ofarlega í hugum Blika? „Við reynum bara að taka einn leik í einu. Við eigum að spila við Zrinjski á fimmtudaginn og stefnum á því að vinna þann leik. Það er á einhvern hátt á brattann að sækja en við ætlum að vinna þann leik og svo bara kemur það sem kemur.“ - Sagði Óskar Hrafn að lokum en honum lá greinilega margt á hjarta eftir leik dagsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira