Lyngby í efri hlutanum eftir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 19:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði margar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira