Fótbolti

Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jennifer Hermoso var mætt á bikarúrslitaleik AC Milan og Atlético Madrid á laugardaginn þar sem fólk klæddist bolum henni til stuðnings.
Jennifer Hermoso var mætt á bikarúrslitaleik AC Milan og Atlético Madrid á laugardaginn þar sem fólk klæddist bolum henni til stuðnings. Vísir/Getty

Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins.

Rubiales gekk of langt í fagnaðarlátum sínum eftir að Spánverjar tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil kvenna fyrir rúmri viku síðan og smellti rembingskossi á Hermoso í aðdraganda verðlaunaafhendingarinnar.

Málið hefur heldur betur undið upp á sig og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett Rubiales í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu eftir að hin 33 ára gamla Hermoso greindi frá því að hún hafi vissulega ekki veitt samþykki fyrir kossinum.

Rubiales heldur þó öðru fram. Hann hefur neitað að segja af sér og segist ætla að berjast allt til loka.

Hermoso hefur fengið mikinn stuðning hvaðanæva af og sýndu leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuleikja um víða Evrópu stuðning sinn í verki um helgina.

Leikmenn báru armbönd og klæddust bolum sem á stóð „Contigo Jenni“ (í. „Við stöndum með Jenni“) eða myllumerkinu #SeAcabó sem á íslensku þýðir „Þetta er búið“. Í stúkum mátti einnig sjá skilti og borða með sömu skilaboðum. Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim stuðningsyfirlýsingum sem sáust um helgina.

Guðný Árnadóttir var ein þeirra sem sýndi Hermoso stuðning.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Liðsmenn karlaliðs Sevilla klæddust bolum með myllumerkinu #SeAcabó eða #ÞettaErBúiðVísir/Getty
Leikmenn Gotham FC í Bandaríkjunum sýndu einnig stuðning í verki.Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum

Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann.

FIFA setur Rubiales í bann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Sakar Jenni Hermoso um lygar

Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið.

Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni

Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×