Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 13:24 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11