Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 10:01 Gylfi Þór er mættur til Lyngby. Lyngby Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira