Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 10:16 Víkingur getur orðið Íslandsmeistari strax í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira