Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Siggeir Ævarsson skrifar 4. september 2023 07:00 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford Vísir/Getty Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30