Fótbolti

Juan Mata skrifar undir í Japan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Juan Mata er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan.
Juan Mata er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Juan Mata, fyrrverandi leikmaður Chelsea, Manchester United og spænska landsliðsins, er genginn í raðir Vissel Kobe í Japan.

Hinn 35 ára gamli Mata var án félags eftir að hafa yfirgefið tyrkneska liðið Galatasaray í júlí. Með Galatasaray varð hann tyrkneskur meistari, en fékk fá tækifæri í byrjunarliði liðsins.

Mata á að baki langan og farsælan feril sem hófst með varaliði Real Madrid árið 2006. Hann lék þó aldrei fyrir aðallið félagsins og færði sig yfir til Valencia ári síðar. Árið 2011 var hann svo keyðtur til Chelsea þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, FA-bikarinn og heimsmeistaramót félagsliða.

Árið 2014 varð hann svo leikmaður Manchester United þar sem hann lék í átta ár þar sem hann vann Evrópudeildina, FA-bikarinn og enska deildarbikarinn.

Þá varð Mata heimsmeistari með spænska landsliðinu árið 2010, sem og Evrópumeistari tveimur árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×