Ítalska blaðið Tuttosport stendur fyrir valinu. Tvenn verðlaun eru veitt, blaðamenn velja önnur þeirra og almenningur hin.
Alejandro Balde, vinstri bakvörður Barcelona, var með góða forystu í vali almennings, allt þar til aðdáandi Swifts, sem er jafnframt stuðningsmaður Real Madrid, gróf upp ummæli Baldes að hann væri ekki hrifinn af tónlist hennar.
Þá snerist valið við og enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham byrjaði að raka inn atkvæðum. Fyrir ekki svo löngu var Balde með þrettán prósent forskot á Bellingham en núna er Real Madrid-maðurinn með 89,4 prósent atkvæða. Á meðan er Balde aðeins með 8,3 prósent atkvæða.
Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Bellingham verði valinn Gulldrengur Evrópu, bæði hjá dómnefnd og almenningi.
Balde ætti svo að vera búinn að læra að reita ekki aðdáendur Swifts, Swifties eins og þeir eru kallaðir, til reiði.