Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 14:21 Albert Brynjar Ingason, sparkspekingur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið. Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. „Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum. Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Fleiri fréttir Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Sjá meira
„Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum.
Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Fleiri fréttir Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Sjá meira