Sérvitringur að sunnan leysir flókinn glæp Storytel Original 11. september 2023 09:01 Glæpasagan Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen kemur út hjá Storytel Original í dag. Bókin fylgir eftir hinni geysivinsælu Dauðaleit sem kom út á síðasta ári. Í dag, mánudaginn 11. september, kemur út bókin Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen hjá Storytel Original, í mögnuðum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar. Þetta er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original. Bannhelgi er dulmögnuð glæpasaga. Hún er allt í senn, hröð, grípandi og fær hárin til að rísa en bókin fylgir eftir hinni geysivinsælu Dauðaleit sem kom út á síðasta ári. „Upprunalega planið var að Dauðaleit yrði ein bók en það var fyrir nokkrum árum þegar sagan var talsvert öðruvísi. Þá var hún hreinræktuð hrollvekja í anda IT, Stranger Things og jafnvel Goonies, um æskuvini sem endurupplifa tráma áratugum eftir að þeir hnýstust of langt á skuggalegum stöðum,“ segir Emil Hjörvar Petersen rithöfundur. „Dauðaleit heldur manni frá upphafi til enda … Átti erfitt með að slíta mig frá söguþræðinum … óhætt að mæla með henni fyrir hrollvekju- og spennusagnaaðdáendur.“ - MBL „Við skrif Dauðaleitar gerði ég mér grein fyrir því að aðalpersónan Halldór Kjartansson, Dóri, þyrfti að vera rannsóknarlögreglumaður og að þetta væri glæpa-hrollvekja þar sem við köfum djúpt í hugarvíl persónanna. Að vissu leyti er þetta því líka sálfræðitryllir.“ „Sagan er virkilega spennandi, svo mikið að hún greip undirritaða frá fyrstu stundu og olli því að lesið var inn í nóttina með tilheyrandi afleiðingum á þreytustig næsta dags. Það má segja að það sé vísbending um góða, spennandi bók.“ – Lestrarklefinn.is Það leið ekki á löngu þar til Emil áttaði sig á því að þetta gæti orðið að seríu, sem nú kallast Myrkraverk. „Halldór varð býsna sterkur karakter í mínum huga og aðrar persónur líka. Dauðaleit er í raun það sem kallast „origin“, eða upprunasaga. Sem þú þarft þó ekki að hafa lesið til að lesa Bannhelgi. Það er alveg hægt að byrja í öfugri röð.“ Rannsakar undarlegt andlát Í Bannhelgi hittum við aftur Halldór Kjartansson rannsóknarlögreglumann en bókin gerist fáeinum árum eftir atburði Dauðaleitar. Kona finnst látin á hótelherbergi í Varmahlíð undir dularfullum kringumstæðum því líkið er gegn drepa á rúminu, þang er í hári konunnar og saltvatn í lungum. Samt er sjórinn er hvergi nærri. Lögreglan í Skagafirði grípur til örþrifaráða og kallar út „sérvitringinn að sunnan“, okkar mann, Halldór Kjartansson. „Nú er hann sérstakur rannsakandi innan lögreglunnar, gæddur skyggnigáfu sem þó óljóst er að sé raunveruleg, og tekur að sér undarleg mál sem kollegar geta engan veginn áttað sig á. Þetta er þó viðkvæmur tími hjá honum, systir hans er látin en þau voru afar náin. Í stað þess að taka sér tíma til að syrgja hana sekkur hann sér í þetta undarlega andlát þar sem konan virðist hafa drukknað í svefni.“ Hann er þó ekki einn á ferð. „Æskuvinkonan og rannsóknarblaðakonan Magga fer með honum. Upp úr krafsinu koma dulúðugar vísbendingar sem tengjast huldum öflum frá fyrri tíð og dauðsföllin verða fleiri. Rannsóknin og sorgarferli Halldórs kallast síðan á.“ Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original. Mynd/Margrét Weisshappel. Eftirminnileg ferð í Skagafjörð Þótt sögusvið Bannhelgi sé í Skagafirði hefur Emil enga tengingu við svæðið. „Mitt takmark undanfarin ár hefur verið að víkka sögusviðið Ísland og láta undur birtast á óvæntum stöðum. Gjarnan leita ég að staðbundnum þjóðsögum eða dulrænum atvikum sem hægt væri að spinna í sögur. Á meðan rannsóknarvinnu og skrifum stendur verð ég heillaður af sögusviðinu og tengist því á þann hátt, fæ hálfgerða þráhyggju fyrir allskyns smámunum á stöðunum sem fáir veita eftirtekt. Ég fer sem sagt á staðina, dvel þar um tíma, tek ógrynni mynda og myndbanda, fer á héraðsskjala- og byggðasöfn og geng út með bóka- og blaðabunka og spjalla mikið við heimafólk.“ Emil segir ferðina í Skagafjörð hafa verið eftirminnilega, eins og reyndar allar aðrar rannsóknarferðir sem hann hefur farið í. „Vettvangsrannsóknin er hluti rithöfundarstarfsins sem ég nýt mikils. Hugmyndin um að láta söguna gerast í Skagafirði kviknaði út frá því að ég kynnti mér framkvæmdastöðvun hjá Hegranesi, austan við Sauðárkrók, árið 1978. Þá átti að sprengja fyrir vegi í Tröllaskarði en áminningar duldra afla um bannhelgi bárust úr ólíkum áttum, til óskyldra aðila, bæði innan Vegagerðarinnar og meðal bænda, sem endaði með því að hætt var við sprengingu og í staðinn varð vegurinn sveigður, myndaði blindhæð og varð hættulegur. Ég segi ekki meira um Hegranesmálið til að spilla ekki fyrir lesendum, en þetta var sem sagt kveikjan og þegar hún er komin er ekki aftur snúið.“ Hann segist því hafa þurft að fara til Skagafjarðar, kynna sér söguna betur, tala við fólk, finna tengingar og grafa upp fleira bitastætt. „Ég gerðist t.d. svo frakkur að arka inn á lögreglustöðina með spurningaflóð, en mér var mjög vel tekið. Við rithöfundar erum að jafnaði dálitlir einfarar en þegar forvitnin og eldmóðurinn tekur yfirhöndina svífumst við einskis. Ónáðum fólk eins og okkur lystir. Allt fyrir söguna!“ Hér má sjá Tröllaskarð, austan megin. Bannhelgin hvílir á skarðinu. Mynd/Emil Hjörvar Petersen. Óhræddur við að blanda bókmenntagreinum saman Emil blandar oft saman bókmenntagreinum í sögum sínum. Fantasíur í bland við glæpasögur og nú glæpasögur í bland við hrollvekjur. Er einhver ástæða þar að baki? „Nýlega áttaði ég mig á því að í nær öllum skáldsögunum mínum, sem nú eru allt í einu orðnar tíu, blanda ég greinum saman. Í þríleiknum Sögu eftirlifenda blandaði ég eftirhamförum (e. post-apocalyptic) við fantasíu og gufupönk. Í bókunum um Bergrúnu og Brá (Víghólar o.fl.) blandaði ég saman borgarfantasíu og norrænu glæpasögunni. Í Hælinu er það hrollvekja og tímaflakk. Í Dauðaleit og Bannhelgi er það glæpasaga og hrollvekja. Ef til vill er Ó, Karítas sú eina sem er hrein hrollvekja eða það sem kallast folk-horror.“ Hann segir slíka blöndun algenga út í heimi, t.d. að skrifa „crime-horror“ eða „crime-fantasy“ og að hann hefði viljað láta á reyna að skrifa svoleiðis á íslensku. „Þetta er áskorun, að dansa á línu hins raunverulega og yfirnáttúrulega og tvinna því saman, láta það vera sannfærandi, og að gera það líka á íslensku fyrir eldri lesendur. Oft er leitun að orðaforða til að ná utan um hlutina, en oftast hefur það tekist, ég hef glætt dauð orð nýju lífi.“ Skagafjörður er sögusvið nýjustu skáldsögu Emils Hjörvars Petersen, Bannhelgi, sem kemur út í dag hjá Storytel Original. Mynd/Emil Hjörvar Petersen. „Stjarnfræðilega góður lesari“ Það er Hjörtur Jóhann Jónsson sem les Bannhelgi eins og Dauðaleit. „Ég get sagt að hann er, án þess að ýkja, stjarnfræðilega góður lesari,“ Hann las Dauðaleit og negldi það, náði þessum noir-fíling í bland við hrylling sem til þurfti. Skildi alla núansana enda atvinnuleikari. Það þurfti ekki nema stuttan fund áður en hann byrjaði, þar sem ég sagði í raun bara einhver stikkorð og hann kinkaði kolli. Svo fór hann inn í stúdíó. Á Bókamessunni í Reykjavík á síðasta ári spjölluðum við meira saman og ég komst að því að hann hefur lesið mikið af fantasíum og hrollvekjum, elskar þannig efni. Þannig að, já, mín skrif og hans lestur eiga einkar vel saman. Ég hoppaði af kæti þegar Storytel sagði mér að hann myndi einnig lesa Bannhelgi.“ Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson les söguna Bannhelgi. „Ég get sagt að hann er, án þess að ýkja, stjarnfræðilega góður lesari,“ segir höfundurinn Emil Hjörvar Petersen. Mynd: Axel Sigurðarson Í október verður svo fyrsta Storytel Original bók Emils, Ó Karítas, gefin út á ensku hjá Storytel og Audiobooks.com þar sem hún verður aðgengileg til yfir tveggja milljóna notenda um allan heim. Bókmenntir Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira
Bannhelgi er dulmögnuð glæpasaga. Hún er allt í senn, hröð, grípandi og fær hárin til að rísa en bókin fylgir eftir hinni geysivinsælu Dauðaleit sem kom út á síðasta ári. „Upprunalega planið var að Dauðaleit yrði ein bók en það var fyrir nokkrum árum þegar sagan var talsvert öðruvísi. Þá var hún hreinræktuð hrollvekja í anda IT, Stranger Things og jafnvel Goonies, um æskuvini sem endurupplifa tráma áratugum eftir að þeir hnýstust of langt á skuggalegum stöðum,“ segir Emil Hjörvar Petersen rithöfundur. „Dauðaleit heldur manni frá upphafi til enda … Átti erfitt með að slíta mig frá söguþræðinum … óhætt að mæla með henni fyrir hrollvekju- og spennusagnaaðdáendur.“ - MBL „Við skrif Dauðaleitar gerði ég mér grein fyrir því að aðalpersónan Halldór Kjartansson, Dóri, þyrfti að vera rannsóknarlögreglumaður og að þetta væri glæpa-hrollvekja þar sem við köfum djúpt í hugarvíl persónanna. Að vissu leyti er þetta því líka sálfræðitryllir.“ „Sagan er virkilega spennandi, svo mikið að hún greip undirritaða frá fyrstu stundu og olli því að lesið var inn í nóttina með tilheyrandi afleiðingum á þreytustig næsta dags. Það má segja að það sé vísbending um góða, spennandi bók.“ – Lestrarklefinn.is Það leið ekki á löngu þar til Emil áttaði sig á því að þetta gæti orðið að seríu, sem nú kallast Myrkraverk. „Halldór varð býsna sterkur karakter í mínum huga og aðrar persónur líka. Dauðaleit er í raun það sem kallast „origin“, eða upprunasaga. Sem þú þarft þó ekki að hafa lesið til að lesa Bannhelgi. Það er alveg hægt að byrja í öfugri röð.“ Rannsakar undarlegt andlát Í Bannhelgi hittum við aftur Halldór Kjartansson rannsóknarlögreglumann en bókin gerist fáeinum árum eftir atburði Dauðaleitar. Kona finnst látin á hótelherbergi í Varmahlíð undir dularfullum kringumstæðum því líkið er gegn drepa á rúminu, þang er í hári konunnar og saltvatn í lungum. Samt er sjórinn er hvergi nærri. Lögreglan í Skagafirði grípur til örþrifaráða og kallar út „sérvitringinn að sunnan“, okkar mann, Halldór Kjartansson. „Nú er hann sérstakur rannsakandi innan lögreglunnar, gæddur skyggnigáfu sem þó óljóst er að sé raunveruleg, og tekur að sér undarleg mál sem kollegar geta engan veginn áttað sig á. Þetta er þó viðkvæmur tími hjá honum, systir hans er látin en þau voru afar náin. Í stað þess að taka sér tíma til að syrgja hana sekkur hann sér í þetta undarlega andlát þar sem konan virðist hafa drukknað í svefni.“ Hann er þó ekki einn á ferð. „Æskuvinkonan og rannsóknarblaðakonan Magga fer með honum. Upp úr krafsinu koma dulúðugar vísbendingar sem tengjast huldum öflum frá fyrri tíð og dauðsföllin verða fleiri. Rannsóknin og sorgarferli Halldórs kallast síðan á.“ Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original. Mynd/Margrét Weisshappel. Eftirminnileg ferð í Skagafjörð Þótt sögusvið Bannhelgi sé í Skagafirði hefur Emil enga tengingu við svæðið. „Mitt takmark undanfarin ár hefur verið að víkka sögusviðið Ísland og láta undur birtast á óvæntum stöðum. Gjarnan leita ég að staðbundnum þjóðsögum eða dulrænum atvikum sem hægt væri að spinna í sögur. Á meðan rannsóknarvinnu og skrifum stendur verð ég heillaður af sögusviðinu og tengist því á þann hátt, fæ hálfgerða þráhyggju fyrir allskyns smámunum á stöðunum sem fáir veita eftirtekt. Ég fer sem sagt á staðina, dvel þar um tíma, tek ógrynni mynda og myndbanda, fer á héraðsskjala- og byggðasöfn og geng út með bóka- og blaðabunka og spjalla mikið við heimafólk.“ Emil segir ferðina í Skagafjörð hafa verið eftirminnilega, eins og reyndar allar aðrar rannsóknarferðir sem hann hefur farið í. „Vettvangsrannsóknin er hluti rithöfundarstarfsins sem ég nýt mikils. Hugmyndin um að láta söguna gerast í Skagafirði kviknaði út frá því að ég kynnti mér framkvæmdastöðvun hjá Hegranesi, austan við Sauðárkrók, árið 1978. Þá átti að sprengja fyrir vegi í Tröllaskarði en áminningar duldra afla um bannhelgi bárust úr ólíkum áttum, til óskyldra aðila, bæði innan Vegagerðarinnar og meðal bænda, sem endaði með því að hætt var við sprengingu og í staðinn varð vegurinn sveigður, myndaði blindhæð og varð hættulegur. Ég segi ekki meira um Hegranesmálið til að spilla ekki fyrir lesendum, en þetta var sem sagt kveikjan og þegar hún er komin er ekki aftur snúið.“ Hann segist því hafa þurft að fara til Skagafjarðar, kynna sér söguna betur, tala við fólk, finna tengingar og grafa upp fleira bitastætt. „Ég gerðist t.d. svo frakkur að arka inn á lögreglustöðina með spurningaflóð, en mér var mjög vel tekið. Við rithöfundar erum að jafnaði dálitlir einfarar en þegar forvitnin og eldmóðurinn tekur yfirhöndina svífumst við einskis. Ónáðum fólk eins og okkur lystir. Allt fyrir söguna!“ Hér má sjá Tröllaskarð, austan megin. Bannhelgin hvílir á skarðinu. Mynd/Emil Hjörvar Petersen. Óhræddur við að blanda bókmenntagreinum saman Emil blandar oft saman bókmenntagreinum í sögum sínum. Fantasíur í bland við glæpasögur og nú glæpasögur í bland við hrollvekjur. Er einhver ástæða þar að baki? „Nýlega áttaði ég mig á því að í nær öllum skáldsögunum mínum, sem nú eru allt í einu orðnar tíu, blanda ég greinum saman. Í þríleiknum Sögu eftirlifenda blandaði ég eftirhamförum (e. post-apocalyptic) við fantasíu og gufupönk. Í bókunum um Bergrúnu og Brá (Víghólar o.fl.) blandaði ég saman borgarfantasíu og norrænu glæpasögunni. Í Hælinu er það hrollvekja og tímaflakk. Í Dauðaleit og Bannhelgi er það glæpasaga og hrollvekja. Ef til vill er Ó, Karítas sú eina sem er hrein hrollvekja eða það sem kallast folk-horror.“ Hann segir slíka blöndun algenga út í heimi, t.d. að skrifa „crime-horror“ eða „crime-fantasy“ og að hann hefði viljað láta á reyna að skrifa svoleiðis á íslensku. „Þetta er áskorun, að dansa á línu hins raunverulega og yfirnáttúrulega og tvinna því saman, láta það vera sannfærandi, og að gera það líka á íslensku fyrir eldri lesendur. Oft er leitun að orðaforða til að ná utan um hlutina, en oftast hefur það tekist, ég hef glætt dauð orð nýju lífi.“ Skagafjörður er sögusvið nýjustu skáldsögu Emils Hjörvars Petersen, Bannhelgi, sem kemur út í dag hjá Storytel Original. Mynd/Emil Hjörvar Petersen. „Stjarnfræðilega góður lesari“ Það er Hjörtur Jóhann Jónsson sem les Bannhelgi eins og Dauðaleit. „Ég get sagt að hann er, án þess að ýkja, stjarnfræðilega góður lesari,“ Hann las Dauðaleit og negldi það, náði þessum noir-fíling í bland við hrylling sem til þurfti. Skildi alla núansana enda atvinnuleikari. Það þurfti ekki nema stuttan fund áður en hann byrjaði, þar sem ég sagði í raun bara einhver stikkorð og hann kinkaði kolli. Svo fór hann inn í stúdíó. Á Bókamessunni í Reykjavík á síðasta ári spjölluðum við meira saman og ég komst að því að hann hefur lesið mikið af fantasíum og hrollvekjum, elskar þannig efni. Þannig að, já, mín skrif og hans lestur eiga einkar vel saman. Ég hoppaði af kæti þegar Storytel sagði mér að hann myndi einnig lesa Bannhelgi.“ Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson les söguna Bannhelgi. „Ég get sagt að hann er, án þess að ýkja, stjarnfræðilega góður lesari,“ segir höfundurinn Emil Hjörvar Petersen. Mynd: Axel Sigurðarson Í október verður svo fyrsta Storytel Original bók Emils, Ó Karítas, gefin út á ensku hjá Storytel og Audiobooks.com þar sem hún verður aðgengileg til yfir tveggja milljóna notenda um allan heim.
Bókmenntir Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Sjá meira