Fótbolti

Eiður Smári spilaði leik til heiðurs Vialli

Hjörvar Ólafsson skrifar
Goðsagnir Chelsea fagna hér sigri sínum. 
Goðsagnir Chelsea fagna hér sigri sínum.  Mynd/Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi liðsfélagar hans hjá Chelsea spiluðu í gær leik til heiðurs fyrrverandi samherja sínum Gianluca Vialli sem lést eftir baráttu sína við krabbamein í upphafi þessa árs. 

Vialli keypti Eið Smára til Chelsea árið 2000 en þá hafði íslenski landsliðsframherjinn gert garðinn frægan hjá Bolton Wanderers. 

Ítalinn lék með Chelsea frá árinu 1996 til 2000 en hann var spilandi þjálfari frá því í febrúar árið 1998. Á tíma sínum hjá félaginu vann hann ensku bikarkeppnina, deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða.

Fyrrum leikmenn Chelsea mættu goðsögnum Bayern München á Stamford Bridge en heimamenn höfðu betur 4-0 með mörkum frá Michael Essien, John Terry, Gary Cahill og Tiago Mendes.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×