Fótbolti

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruce Arenas er atvinnulaus eftir að segja starfi sínu lausu.
Bruce Arenas er atvinnulaus eftir að segja starfi sínu lausu. New England Revolution

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Arenas hefur verið eitt stærsta nafnið í bandarískum fótbolta um árabil en hann stýrði bandaríska landsliðinu frá 1998 til 2006 og aftur frá 2016 til 2017. Þá þjálfaði hann LA Galaxy þegar David Beckham var leikmaður liðsins.

Þessi 71 árs gamli þjálfari var upphaflega látinn stíga tímabundið til hliðar á meðan deildin rannsakaði ásakanir á hendur honum. Nú hefur hann ákveðið að segja af sér þó svo að ekki sé búið að opinbera hvað rannsóknin leiddi í ljós.

Arenas viðurkennir að hann hafi gert mistök og MLS hefur staðfest að hann sé sekur um allavega hluta ásakananna.

„Ég veit ég gerði mistök. Þó þetta hafi verið erfið ákvörðun tel ég það best fyrir mig, New England Revolution og fjölskyldu mína að leiðir skilji að svo stöddu,“ sagði Arenas um málið en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×