Vill að fólk hætti að skrifa minningargreinar um lið sitt í kjölfar áfallsins mikla Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 10:31 Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum. Vísir/Getty Þjálfari NFL-deildar liðsins New York Jets biður fólk vinsamlegast um að hætta að skrifa minningargreinar um lið sitt nú þegar að ljóst er að aðalleikstjórnandi Jets verður frá út tímabilið. Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur. NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Í gær var það staðfest að hinn 39 ára gamli Aaron Rodgers, sem meiddist í sínum fyrsta leik fyrir lið New York Jets, hefði slitið hásin og yrði frá út tímabilið. Í kjölfarið hefur trú veðbanka á góðu gengi Jets á yfirstandandi tímabili fjarað út en Robert Saleh, þjálfari Jets, segir of snemmt að afskrifa liðið. „Ég veit ekki af hverju fólk hefur verið að rita minningargreinar um okkur,“ sagði Saleh við blaðamenn ytra í gegnum Zoom samskiptaforritið. Robert Saleh, þjálfari New York JetsVísir/Getty Í Rodgers hafa þeir misst sinn reynslumesta leikmann sem hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar og einu sinni orðið Super Bowl meistari. Fjarvera hans út tímabilið, og möguleg endalok á ferli hans, hafa hrundið af stað orðrómum um það hvaða hringekja fari nú í gang hjá Jets en Saleh reyndi sitt allra besta að kveða þá niður. Zach Wilson er nú fyrsta val Jets í leikstjórnandastöðuna en búist er við því að Jets sæki einnig reynslumeiri leikstjórnanda. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar hins reynslulitla Zach Wilson, sem þarf að stíga upp í fjarveru RodgersVísir/Getty „Ég vil að það sé alveg ljóst að Zach er okkar leikstjórnandi og við höfum mikla trú á honum,“ sagði Saleh um leikstjórnandastöðu Jets. „Þetta er liðið hans Zach og við höldum tryggð við hann.“ Zach Wilson átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og mun á sunnudaginn kemur byrja sinn 23 leik á NFL-ferlinum. Rodgers þurfi að svara fyrir spurningar um framtíð sína Robert Saleh var einnig spurður út í framtíð Aaron Rodgers en vildi lítið láta draga sig í einhverjar spekúlasjónir. „Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá er hann niðurbrotinn núna. Ég mun leyfa honum að svara þessum spurningum um framtíð hans. “ Hvað tekur við hjá Aaron Rodgers? Í það minnsta endurhæfing og svo verður staðan tekin. „Það er samtal sem mun þurfa að eiga sér stað á öðrum degi. Eftir allt það sem hann hefur lagt í þetta, þá er hann að sjálfsögðu vonsvikinn núna.“ Hann vill hins vegar hafa Rodgers eins nálægt Jets liðinu og hann getur.
NFL Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Rodgers: Sleit hásin gegn Bills Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfirstandandi tímabili gegn Buffalo Bills í nótt og verður frá út tímabilið. Þetta herma heimildir ESPN. 12. september 2023 16:14