Heimsmeistararnir ætluðuí dag að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Svíþjóð og Sviss í Þjóðadeild Evrópu en þar sem 39 landsliðskonur eru enn í verkfalli hefur verið ákveðið að fresta tilkynningu hópsins.
Rubiales var í dag dæmdur í nálgunarbann og má ekki hafa samband við Jenni Hermoso, leikmanninn sem hann kyssti óumbeðinn á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari.
Athenea del Castillo og Claudia Zornoza voru þær einu sem voru hluti af leikmannahópnum á HM sem skrifuðu ekki undir bréfið. Sú síðarnefnda tilkynnti síðar að hún væri hætt að spila með landsliðinu.
Landsliðskonurnar sendu frá sér bréf þar sem kemur fram að þær eru gríðarlega óánægðar með framgöngu spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar HM.
#SeAcabó pic.twitter.com/tV49CkOq4F
— Alexia Putellas (@alexiaputellas) September 15, 2023
Þó Rubiales og Vilda séu ekki lengur í starfi finnst leikmönnunum að allir forsetar sambandsins ættu að segja af sér eftir og vilja sjá endurskipulagningu á öllu sem við kemur kvennaknattspyrnu hjá spænska sambandinu.
Að endingu tóku þær fram að það fylli þær stolti að spila fyrir þjóð sína. Það sé ástæðan fyrir því að þær séu að berjast gegn aðstæðum og starfsháttum sem hvorki eiga rétt á sér innan fótboltans né samfélaginu sem þær búi í.