„Við höfðum mikla yfirburði í leiknum og sköpuðum fjölda tækifæra. Við hefðum átt að skora fleiri mörk,“ bætti Arteta við. Arsenal var með xG (í. vænt mörk) upp á 1.09 og skapaði sér því næg færi til að skora slétt eitt mark í leik dagsins. Það var þó mark dæmt af liðinu í fyrri hálfleik sem fólk er enn að klóra sér í höfðinu yfir.
Gabriel Martinelli thought he put Arsenal ahead but the goal was ruled out for offside.#AFC | #EVEARS pic.twitter.com/IbA2Dddb4D
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 17, 2023
„Ég naut leiksins í dag. Ég sá svipinn á sjálfum mér eftir leikinn gegn Manchester United, þá var mér létt. Í dag naut ég þess meira.“
„Allir 11 leikmennirnir spiluðu virkilega vel. Við fengum fjölda tækifæri, við vorum þolinmóðir og Leandro (Trossard) tryggði okkur sigurinn þegar hann kláraði færið sitt frábærlega.“
„Við verðum að halda áfram að finna ný vopn til að vinna leiki. Við fáum mikið af hornspyrnum og þurfum að nýta þeir eins vel og mögulegt er,“ sagði Arteta um stuttu hornspyrnurnar sem lið hans tók í dag.
Athygli vakti að David Raya var mættur í markið og Aaron Ramsdale fékk sér sæti á bekknum.
„Þetta er eins og að spila Fabio Viera, ekkert öðruvísi. Ég þarf að velja 11 leikmenn og enginn er öðruvísi,“ sagði Arteta að endingu.