Umfjöllun og viðtal: Valur - ÍBV 23-21 | Valur eina ósigraða lið deildarinnar Hinrik Wöhler skrifar 19. september 2023 22:20 Valurskonur unnu góðan sigur gegn ÍBV í toppslag Olís-deildar kvenna í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur vann tveggja marka sigur á ÍBV í stórleik þriðju umferðar Olís-deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Valskonur náðu að sigla þessu heim á endanum og sigruðu 23-21. Fyrir leikinn voru bæði lið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deildinni og mátti gera ráð fyrir spennandi slag í Origo-höllinni. Liðin mættust í Meistarakeppni HSÍ fyrir rúmum tveimur vikum þar sem Valskonur unnu öruggan sjö marka sigur á ÍBV en leikurinn í kvöld var talsvert jafnari. Valur byrjaði að miklum krafti og lagði grundvöllinn að góðum sigri á fyrstu mínútum leiksins. Eyjakonum gekk erfiðlega að finna glufur í sterkri vörn Valskvenna og enduðu flestar sóknir ÍBV í hávörn Vals eða hjá Hafdísi Renötudóttur í markinu. Þegar rúmlega helmingur af fyrri hálfleik var liðinn var staðan orðin 7-2 Valskonum í vil. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var búinn að taka tvö leikhlé eftir 22. mínútna leik og ljóst var að hann var allt annað en sáttur með spilamennskuna. Þegar leið á fyrri hálfleik batnaði spilamennska gestanna og náðu þær að opna Valsvörnina betur. Staðan í hálfleik var 15-9 fyrir Val og ljóst var að brekkan var orðin ansi brött fyrir Eyjakonur. ÍBV kom þó mun sterkara inn í síðari hálfleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot Vals. Valskonur byrjuðu síðari hálfleik illa og áttu fjölmargar lélegar sendingar og töpuðu boltanum auðveldlega. Eyjakonur komust á bragðið og eftir 43. mínútna leik var staðan orðin 15-14, Valskonur með naumt forskot. Loks eftir þrettán mínútna leik í síðari hálfleik náði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir að skora fyrsta mark Valskvenna í síðari hálfleik. Sigríður Hauksdóttir skoraði næstu þrjú mörk Vals og náðu heimakonur að auka forskotið á ný. Eyjakonur lögðu þó ekki árar í bát og minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar rúm ein mínúta var eftir en nær komust þær ekki og tveggja marka sigur Vals staðreynd. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Vals með sjö mörk, þar af sex mörk úr vítum. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst gestanna með tíu mörk, þar af komu fimm þeirra úr vítum. Afhverju vann Valur? Valskonur fóru langt með að tryggja sér sigurinn á fyrsta korteri leiksins en þær gengu á lagið á meðan ÍBV átti í mestum erfiðleikum að koma boltanum í netið. Það er erfitt að vinna upp sex marka forskot á móti sterku liði Vals og var slæm byrjun ÍBV að falli í kvöld þrátt fyrir að þær gerðu vel að koma til baka. Hverjar voru bestar? Hildigunnur Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tóku fjöldann allan af boltum í hávörninni, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og áttu frábæran leik í hjarta varnar Vals. Elín Rósa Magnúsdóttir átti fínan leik í sóknarleik Vals og skapaði mörg færi fyrir samherja sína ásamt því að skora þrjú mörk. Sunna Jónsdóttir var afar drjúg fyrir Eyjakonur í sókninni, sérstaklega í síðari hálfleik þegar þær voru að vinna sig jafnt og þétt inn í leikinn. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu slæma kafla þar sem lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik liðanna. Slæm skotnýting og útfærslur á sóknarleik hjá ÍBV fyrsta korter leiksins. Sömuleiðis var mikið um mistök og tapaða bolta hjá Valskonum í upphafi síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Valskonur fá fjórða heimaleikinn í röð og mæta nýliðum ÍR á miðvikudaginn eftir rúma viku. Í millitíðinni taka þær þátt í Evrópudeildinni þar sem þær mæta sterku liði frá Rúmeníu. Leikur Vals og Dunarea Braila fer fram í Origo-höllinni næsta sunnudag. ÍBV fær einnig nýliða í heimsókn en það er lið Aftureldingar. Mosfellingar gera sér ferð til Vestmannaeyja og mæta ÍBV á sunnudaginn í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna. Ágúst: „Ánægður með karakterinn og vinnusemina á lokakaflanum“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.VÍSIR/DIEGO Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var feginn að ná stigunum tveimur þótt það hafi staðið tæpt undir lokin.„Ég er númer eitt, tvö og þrjú mjög ánægður með að vinna ÍBV. Við erum að spila á móti bikar- og deildarmeisturum, þær eru búnar að bæta við sig tveimur mjög góðum leikmönnum á meðan við erum að brasa við meiðsli. Við erum án fjögurra stórra pósta í okkar liði,“ sagði Ágúst skömmu eftir leik. Leikurinn var afar kaflaskiptur og Valskonur voru komnar með myndarlegt forskot eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og raun og veru var ég óánægður með að við vorum ekki meira yfir í hálfleik. Svo lendum við í brasi með þessa fimm-einn vörn þeirra og að auki var markmaðurinn þeirra að verja gríðarlega vel úr góðum marktækifærum. Ég er ánægður með karakterinn og vinnusemina á lokakaflanum að sigla þessu heim. Við erum með unga stelpu, Örnu Karitas [Eíríksdóttur], sem er rétt fimmtán ára gömul, hún kemur inn á og fiskar tvö víti og kom hrikalega sterk inn á lokakaflanum,“ bætti Ágúst við. Valskonur fóru illa af stað í síðari hálfleik og stóðu leikar ansi tæpt um tíma. Ágúst þurfti að taka leikhlé þegar skammt var liðið á síðari hálfleik og skerpa á leik Vals. „Við þurftum að slaka á og búa til betri stöður, maður á mann og svona. Við vorum að skapa okkur ágætis færi en hún [Marta Wawrzykowska] var að leika okkur grátt í markinu enda frábær markvörður. Við vorum að skjóta illa á hana og það greip um sig smá óöryggi og hræðsla við að tapa eftir að hafa verið svona langt yfir,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í upphafið á síðari hálfleik. Næsti leikur hjá Val er leikur í Evrópukeppni og fer Ágúst brattur inn í það verkefni. „Framundan er Evrópuleikur á sunnudaginn á móti stórliði frá Rúmeníu. Við erum búin að spila mjög þétt og það er mikil pressa á okkur í leikjunum. Það gleymist oft í umræðunni að við erum með fjóra mikilvæga leikmenn í meiðslum og þurfum að nota mikið af ungum stelpum og þær hafa sýnt mikil gæði,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur ÍBV
Valur vann tveggja marka sigur á ÍBV í stórleik þriðju umferðar Olís-deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Valskonur náðu að sigla þessu heim á endanum og sigruðu 23-21. Fyrir leikinn voru bæði lið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í deildinni og mátti gera ráð fyrir spennandi slag í Origo-höllinni. Liðin mættust í Meistarakeppni HSÍ fyrir rúmum tveimur vikum þar sem Valskonur unnu öruggan sjö marka sigur á ÍBV en leikurinn í kvöld var talsvert jafnari. Valur byrjaði að miklum krafti og lagði grundvöllinn að góðum sigri á fyrstu mínútum leiksins. Eyjakonum gekk erfiðlega að finna glufur í sterkri vörn Valskvenna og enduðu flestar sóknir ÍBV í hávörn Vals eða hjá Hafdísi Renötudóttur í markinu. Þegar rúmlega helmingur af fyrri hálfleik var liðinn var staðan orðin 7-2 Valskonum í vil. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var búinn að taka tvö leikhlé eftir 22. mínútna leik og ljóst var að hann var allt annað en sáttur með spilamennskuna. Þegar leið á fyrri hálfleik batnaði spilamennska gestanna og náðu þær að opna Valsvörnina betur. Staðan í hálfleik var 15-9 fyrir Val og ljóst var að brekkan var orðin ansi brött fyrir Eyjakonur. ÍBV kom þó mun sterkara inn í síðari hálfleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot Vals. Valskonur byrjuðu síðari hálfleik illa og áttu fjölmargar lélegar sendingar og töpuðu boltanum auðveldlega. Eyjakonur komust á bragðið og eftir 43. mínútna leik var staðan orðin 15-14, Valskonur með naumt forskot. Loks eftir þrettán mínútna leik í síðari hálfleik náði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir að skora fyrsta mark Valskvenna í síðari hálfleik. Sigríður Hauksdóttir skoraði næstu þrjú mörk Vals og náðu heimakonur að auka forskotið á ný. Eyjakonur lögðu þó ekki árar í bát og minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar rúm ein mínúta var eftir en nær komust þær ekki og tveggja marka sigur Vals staðreynd. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Vals með sjö mörk, þar af sex mörk úr vítum. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst gestanna með tíu mörk, þar af komu fimm þeirra úr vítum. Afhverju vann Valur? Valskonur fóru langt með að tryggja sér sigurinn á fyrsta korteri leiksins en þær gengu á lagið á meðan ÍBV átti í mestum erfiðleikum að koma boltanum í netið. Það er erfitt að vinna upp sex marka forskot á móti sterku liði Vals og var slæm byrjun ÍBV að falli í kvöld þrátt fyrir að þær gerðu vel að koma til baka. Hverjar voru bestar? Hildigunnur Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tóku fjöldann allan af boltum í hávörninni, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og áttu frábæran leik í hjarta varnar Vals. Elín Rósa Magnúsdóttir átti fínan leik í sóknarleik Vals og skapaði mörg færi fyrir samherja sína ásamt því að skora þrjú mörk. Sunna Jónsdóttir var afar drjúg fyrir Eyjakonur í sókninni, sérstaklega í síðari hálfleik þegar þær voru að vinna sig jafnt og þétt inn í leikinn. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu slæma kafla þar sem lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik liðanna. Slæm skotnýting og útfærslur á sóknarleik hjá ÍBV fyrsta korter leiksins. Sömuleiðis var mikið um mistök og tapaða bolta hjá Valskonum í upphafi síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Valskonur fá fjórða heimaleikinn í röð og mæta nýliðum ÍR á miðvikudaginn eftir rúma viku. Í millitíðinni taka þær þátt í Evrópudeildinni þar sem þær mæta sterku liði frá Rúmeníu. Leikur Vals og Dunarea Braila fer fram í Origo-höllinni næsta sunnudag. ÍBV fær einnig nýliða í heimsókn en það er lið Aftureldingar. Mosfellingar gera sér ferð til Vestmannaeyja og mæta ÍBV á sunnudaginn í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna. Ágúst: „Ánægður með karakterinn og vinnusemina á lokakaflanum“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals.VÍSIR/DIEGO Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var feginn að ná stigunum tveimur þótt það hafi staðið tæpt undir lokin.„Ég er númer eitt, tvö og þrjú mjög ánægður með að vinna ÍBV. Við erum að spila á móti bikar- og deildarmeisturum, þær eru búnar að bæta við sig tveimur mjög góðum leikmönnum á meðan við erum að brasa við meiðsli. Við erum án fjögurra stórra pósta í okkar liði,“ sagði Ágúst skömmu eftir leik. Leikurinn var afar kaflaskiptur og Valskonur voru komnar með myndarlegt forskot eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og raun og veru var ég óánægður með að við vorum ekki meira yfir í hálfleik. Svo lendum við í brasi með þessa fimm-einn vörn þeirra og að auki var markmaðurinn þeirra að verja gríðarlega vel úr góðum marktækifærum. Ég er ánægður með karakterinn og vinnusemina á lokakaflanum að sigla þessu heim. Við erum með unga stelpu, Örnu Karitas [Eíríksdóttur], sem er rétt fimmtán ára gömul, hún kemur inn á og fiskar tvö víti og kom hrikalega sterk inn á lokakaflanum,“ bætti Ágúst við. Valskonur fóru illa af stað í síðari hálfleik og stóðu leikar ansi tæpt um tíma. Ágúst þurfti að taka leikhlé þegar skammt var liðið á síðari hálfleik og skerpa á leik Vals. „Við þurftum að slaka á og búa til betri stöður, maður á mann og svona. Við vorum að skapa okkur ágætis færi en hún [Marta Wawrzykowska] var að leika okkur grátt í markinu enda frábær markvörður. Við vorum að skjóta illa á hana og það greip um sig smá óöryggi og hræðsla við að tapa eftir að hafa verið svona langt yfir,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í upphafið á síðari hálfleik. Næsti leikur hjá Val er leikur í Evrópukeppni og fer Ágúst brattur inn í það verkefni. „Framundan er Evrópuleikur á sunnudaginn á móti stórliði frá Rúmeníu. Við erum búin að spila mjög þétt og það er mikil pressa á okkur í leikjunum. Það gleymist oft í umræðunni að við erum með fjóra mikilvæga leikmenn í meiðslum og þurfum að nota mikið af ungum stelpum og þær hafa sýnt mikil gæði,“ sagði Ágúst að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti