Innlent

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á Móavegi.
Mikill viðbúnaður var á Móavegi. Aðsend

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.

Íbúi sendi frétta­stofu myndir af vett­vangi. Tveir bílar sér­sveitar eru á bíla­plani fjöl­býlis­húss að Móa­vegi 4 auk tveggja mótor­hjóla og þriggja almennra lög­reglu­bíla.

Val­garður Val­garðs­son, aðal­varð­stjóri lög­reglu­stöðvar hverfisins, segist í sam­tali við Vísi ekki hafa upp­lýsingar um að­gerðirnar á Móa­vegi. Gunnar Rúnar Svein­björns­son, upp­lýsinga­full­trúi lög­reglunnar, sagðist að sama skapi ekki hafa upp­lýsingar um að­gerðir lög­reglu í Grafar­vogi.

Að minnsta kosti átta lögreglumenn voru á vettvangi.Aðsend

Frétt uppfærð kl. 18:35:

Að sögn íbúa er lögreglan farin af vettvangi. Virðist vera sem enginn hafi verið handtekinn. Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×