Fótbolti

Þróttur missti niður unnin leik í blálokin

Siggeir Ævarsson skrifar
Þróttarar fagna marki Elínar Mettu fyrr í sumar
Þróttarar fagna marki Elínar Mettu fyrr í sumar Vísir/Hulda Margrét

Þróttarar kvöddu 2. sætið í Bestu Deild kvenna í dag þegar liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara Vals. 

Elín Metta Jensen kom Þrótti yfir undir lok fyrri hálfleiks og allt leit út fyrir að Þróttur færi með sigur af hólmi í dag. En á 88. mínútu kom fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur fyrir mark Þróttar. Írs Dögg í markinu missti boltann fyrir fætur markadrottningarinnar Bryndísar Örnu Níelsdóttur sem þakkaði fyrir sig og afgreiddi boltann í netið.

Þróttarar eru því með 35 stig í 3. sæti og geta ekki lengur náð Breiðabliki í 2. sæti en ein umferð er eftir í deildinni sem fram fer föstudaginn 6. október.

Í öðrum leikjum dagsins lagði Breiðablik FH 3-1 en leikur Þórs/KA og Stjörnunnar er enn í gangi og hófst hann kl. 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×