Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 13:27 Kevin Kone, nýr leikmaður Stjörnunnar verður frá í 6-8 vikur vegna meiðsla. Arnar Guðjónsson þjálfari liðsins segir meiðslin sem hrjá leikmannahóp liðsins núna vera fullmikið af því góða Vísir/Samsett mynd Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina. „Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“ Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Hann er kjálkabrotinn og verður að öllum líkindum frá keppni í sex til átta vikur,“ segir Arnar um stöðuna á Kone sem féll til jarðar eftir olnbogaskot frá Drungilas, leikmanni Tindastóls í æfingarleik liðanna á dögunum. Klippa: Kevin Kone kjálkabrotnar eftir högg frá Drungilas Aðspurður hvernig umrætt atvik horfir við honum vildi Arnar ekki gefa neitt upp varðandi það. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Ég hef bara áhyggjur af stöðunni hjá leikmannahópnum mínum með þessum meiðslum í ofanálag. Það er það sem liggur beinast fyrir mér. Við erum núna með meiddan miðherja og fleiri meidda leikmenn. Það er áhyggjuefni. Við erum komnir svolítið djúpt á róteringuna hjá okkur.“ Áhrifin fjarvera Kone mun hafa á liðið séu ekki komin endanlega í ljós. „En við erum þunnskipaðir í augnablikinu. Hlynur hefur verið að glíma við smá meiðsli, Tómas Þór líka. Við þurftum að kalla til fjármálastjóra félagsins, Pálma Geir. Hann er byrjaður að æfa með okkur svo við séum með mannskap í þetta. Það bætti því gráu ofan á svart að missa Kevin Kone núna. Þetta er strákur sem er í fyrsta skipti í atvinnumennsku. Vont fyrir hann að missa úr fyrstu mánuðina hjá okkur, sama hvort um verður að ræða einn eða tvo mánuði, á sínu fyrsta ári með okkur. Það er auðvitað ekkert gott. Þetta bætist ofan á fleiri meiðsli hjá okkur. Dagur Kár er búinn að vera meiddur sem og Kristján Fannar. Þetta er fullmikið af því góða á meiðslalistanum hjá okkur.“ En hvernig varð Kone við þegar að hann fær fréttirnar um alvarleika meiðslanna? „Hann var bara svekktur eins og allir íþróttamenn verða þegar að þeir fá svona fréttir. Þeim langar flestum að vera inn á vellinum. Auðvitað er hann bara sár og svekktur með að vera ekki að fara hefja tímabilið með okkur en það er bara eins og það er.“ En þýða þessar vendingar að þið munið halda út á leikmannamarkaðinn í leit að styrkingu? „Eins og staðan er í dag er fjárhagurinn hjá deildinni þannig að við erum ekki að fara gera það. Markmiðið, þegar að fjárhagsáætlunin var sett saman, var að við mundum skoða að fá inn kana um áramótin. Það er enn þá planið. Meiðsli ein og sér framleiða ekki pening.“ En svona burt frá öllum þessum vondu fréttum sem ykkur berast. Það er stutt í mót, hvernig er stemningin hjá Stjörnunni fyrir komandi tímabili? „Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun hjá mínum mönnum fyrir því að vera fara aftur af stað. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Við fórum í æfingaferð til Barcelona og liðið hefur verið að slípast saman. Við litum ágætlega vel út á köflum í æfingaleiknum á móti Tindastól á dögunum þrátt fyrir að þunnskipaðir. Í öllum neikvæðu sem hafa verið að berast okkur felast líka jákvæðir hlutir. Það eru ungir strákar sum munu núna vera meira í sviðsljósinu. Við erum með strák sem heitir Ásmundur Múli. Hann er búinn að vera í kringum yngri landslið Íslands og nú bíður hans heljarinnar verkefni sem ég er alveg viss um að hann geti gripið og hlaupið með. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“
Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum