Handbolti

HSÍ sækir um að halda HM karla í hand­bolta

Aron Guðmundsson skrifar
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta Vísir/Vilhelm

Hand­knatt­leiks­sam­band Ís­lands er hluti af sam­nor­rænu boði hand­knatt­leiks­sam­banda Ís­lands, Dan­merkur og Noregs sem vilja halda HM karla í hand­bolta árið 2029 eða 2031.

Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við RÚV.

Í sumar var greint frá því að HSÍ hefði, á­samt hand­knatt­leiks­sam­böndum Dan­merkur og Noregs sent inn ó­form­legt boð um að fá í sam­einingu að halda heims­meistara­mótið í hand­bolta árið 2029 eða 2031.

Nú er þetta ó­form­lega boð orðið að form­legu boði. HSÍ hefur, á­samt sér­sam­böndunum hinna landanna sent inn boð til Al­þjóða hand­knatt­leiks­sam­bandsins þess efnis.

Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í hand­bolta hér á landi ef keppnis­að­staðan batnar ekki. Laugar­dals­höllin er á fjöl­mörgum undan­þágum.

Lítið bólar á nýrri þjóðar­höll þó svo að vilja­yfir­lýsing ríkis og borgar hafi verið undir­rituð og fram­kvæmda­nefnd sett á lag­girnar.

Upp­haf­lega stóðu vonir til þess að ný þjóðar­höll í innan­húss­í­þróttum myndi rísa árið 2025 en í sam­tali við Vísi í síðasta mánuði sagði Gunnar Einars­son, for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóðar­höll vonast til þess að höllin verði risinn í fyrsta lagi í árs­lok 2026.

„Það var hægt ör­lítið á verk­efninu á meðan að menn voru að ná áttum,“ sagði Gunnar í sam­tali við Vísi í septem­ber. „Við vissu­­lega stefndum á árs­­lok 2025 en ég gæti trúað því, með því að aug­­lýsa sam­­keppnina núna í októ­ber, að ný þjóðar­höll gæti risið í árs­­lok 2026 eða upp­­haf ársins 2027.“

Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðar­höll verið risin?

„Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitt­hvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari for­m­­legu niður­­­stöðu ríkisins núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×