„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira