Loka þurfti veginum um Vatnsskarð nærri Varmahlíð um klukkan 21 í kvöld vegna flutningabíls sem þveraði veginn.
Björgunaraðgerðir standa nú yfir en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar má búast við því að vegurinn verði lokaður eitthvað áfram.
Hægt er að aka yfir Þverárfjall á meðan björgunaraðgerðunum stendur, en það lengir leiðina til Akureyrar um 23 kílómetra.

Hægt er að fylgjast með stöðu aðgerða á vef Vegagerðarinnar umferdin.is.
Frétt uppfærð kl. 07:50. Búið er að opna veginn að nýju.