Spilaði örfáum dögum eftir hræðilegt brunaslys: „Harðasti maðurinn í NFL“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 11:01 David Njoku er illa útleikinn eftir slysið. Samsett/Twitter/Getty David Njoku, innherji Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur birt mynd af alvarlega brenndu andliti sínu eftir slys sem varð heima hjá honum á dögunum. Hann mætti í leik aðeins örfáum dögum eftir slysið en bar þá grímu sem huldi andlit hans. Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira