Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. október 2023 07:00 Þorskur er nánast horfinn úr Oslóarfirði er dæmi um afleiðingar breytinga í vistkerfi hafsins en Þórður Reynisson hjá Nordic Innovation segir að Íslendingar megi ekki líta á hafið sem gefnum hlut eða óþrjótandi auðlind. Heilsa hafsins sé eitthvað sem hlúa þurfi að. Vísir/Vilhelm „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. „En við þurfum að fara að hugsa betur um heilsu þess. Og hvernig við ætlum að nýta það betur og hlúa betur að því í þágu umhverfis- og sjálfbærnimála.“ Stærsta hringrásarráðstefna á Norðurlöndunum er haldin í Reykjavík í þessari viku, Nordic Circular Summit. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sjálfbærnimálin í dag og á morgun. Viðskiptalegir hvatar og styrkir Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan Nordic Circular Summit er haldin, en hún stendur yfir í tvo daga: Frá 17.-18.október. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt, þar sem rætt er um náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarsamfélagið, efnisfæðið, auðgandi viðskiptamódel, orku og auðlindir, mannvirkjagerðir og fleira. Þórður er einn fyrirlesara á ráðstefnunni en hann hélt sitt erindi á ráðstefnunni í gær. Þórður hefur síðastliðin sex ár starfað hjá Nordic Innovation, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Markmið Nordic Innovation er að gera Norðurlönd að frumkvöðlasvæði fyrir sjálfbæran vöxt með því að efla nýsköpun og samkeppnishæfni í norrænum fyrirtækjum. Það svið sem Þórður starfar í vinnur samkvæmt þessum markmiðum að öllu því sem snýr að hagsmunum hafsins. „Ég myndi líkja starfinu mínu við verkefnastjóra þar sem við stýrum safni margra verkefna tengdum hafinu sem hafa sama endamarkmið, það er að auka samkeppnishæfni Norrænna fyrirtækja og sjálfbærni hafsins samtímis“ segir Þórður. Sem dæmi um verkefni má nefna ýmiss nýsköpunarverkefni sem Nordic Innovation fjármagnar. Fjármögnunin er í formi styrkja sem byggja á því að verkefni sem fyrirtæki eða stofnanir vinna að, falli að þeim markmiðum sem Nordic Innovation vinnur að því að ná. Kröfur eru þá gerðar um að fyrirtæki séu í samstarfi við að aðila í að minnsta kosti þremur Norðurlöndum og sjái sjálf um að fjármagna helming kostnaðar sjálfir eða með öðrum leiðum. Allt gengur út á að hafið og hagsmunir þeim tengdum verði sem sjálfbærust og þá helst þannig að hringrásarkerfið skili sér í plús, þ.e. jákvæðum umhverfisáhrifum. En líka að viðskiptalegir hvatar verði til. Þórður nefnir sem dæmi plastið sem Íslendingum er oft tíðrætt um að sé mikið áhyggjuefni, enda mikið magn af því í sjónum og nú að greinast í fiskum. Dæmigert verkefni fyrir okkur að taka þátt í og styrkja væri til dæmis ef eitthvað fyrirtæki á Norðurlöndunum myndi finna nýja lausn á því að hreinsa plast úr hafinu og vinna að því í samstarfi með aðilum frá minnst þremur Norðurlöndum og að verkefnið hefði viðskiptalega hvata til framtíðar.“ Það er ákjósanlegt ef hægt er að beita viðskipalegum hvötum til þess að leysa ýmiss aðkallandi umhverfismál, auka sjálfbærni og helst að búa til jákvæða hringrás hagkerfisins. Þórður telur Íslendinga vel geta náð góðu forskoti á heimsvísu þegar kemur að málefnum hafsins og vistkerfi þess. Við séum stafræn og vel menntuð þjóð og hér sé jarðvegurinn góður til þess. Það þýði þó að Íslendingar þyrftu að fara af stað með krafti ekki seinna en núna.Vísir/Vilhelm Dæmi: Þorskur nánast horfinn úr Oslóarfirði Þórður segir mikla hagsmuni í húfi fyrir Norðurlöndin. „Enda liggja allar höfuðborgir Norðurlandanna við sjó.“ Þórður telur mikla vitundavakningu vera á Íslandi hvað málefni hafsins varða, en meira þurfi til. „Vitundavakningin á Íslandi um málefni hafsins hefur verið mikil síðustu árin. Sjávarklasinn og starfsemin þar er gott dæmi. En eins eru stjórnvöld að stíga vel inn í og almennt er fólk að átta sig betur á því hversu mikilvægt það er að huga að hafinu og sjálfbærni þess,“ segir Þórður og bætir við: En vitundavakningin er jafnframt mikil í löndunum sem við erum að starfa með. Ég nefni sem dæmi ástand Eystrasaltsaltsins en Finnar, Svíar og að einhverju leyti Danir hafa reynt það á eigin skinni hvað breytingar í hafinu geta verið dýrkeyptar. Þá hafa orðið miklar breytingar á lífríkinu í Oslóarfirði og sem dæmi hefur þorskstofninn þar minnkað verulega, sem er ágætis dæmi um hversu mikil breyting getur orðið í vistkerfinu ef heilsu hafsins er ekki sinnt.“ Í erindi Þórðar í gær benti hann á að samkvæmt úttekt Nordic Innovation eru Norðurlöndin einna fremst í flokki þjóða þegar kemur að málefnum hafsins í eftirfarandi þáttum: Sjávarmeti/matur Orkuframleiðslu á hafinu Samgöngum á hafi Ferðaþjónusta tengd hafinu Til að vinna að hagsmunum hafsins hefur Nordic Innovation skilgreint þrjú áherslusvið og nefnir Þórður nokkur dæmi til að skýra út hvert svið. Ocean based biomass: Sem dæmi um verkefni sem Nordic Innovation hefur fjármagnað í þessum flokki er nýsköpunarverkefni sem felur í sér framleiðslu á lömpum, borðplötum og fleiru sem er framleitt að verulegu leiti úr skeljum. Einnig samstarf við byggingaaðila sem eru að þreifa fyrir sér að nota þara í byggingarefni til að framleiða til dæmis spónarplötur. Co-located activites: Hér gæti dæmið til dæmis verið þróun nokkurs konar iðngarða á hafi, þar sem hrat eins aðila verður hráefni annars og mynda þannig hringrásahagkerfi. Í byrjun þessa mánaðar hélt Sjávarklasinn í samstarfi við Nordic Innovation hakkaþon þar sem komu fram margar áhugaverðar hugmyndir og líkön um mögulega iðngarða á hafinu. Nordic Testbeds: Hér erum við að tala um verkefni sem snúa að því að auðvelda prófanir á nýjum lausnum þvert á Norrænu landamærin. Sem dæmi mætti ímynda sér verkefni í Finnlandi þar sem aðilar væru þróa eftirlitsróbóta til notkunar í laxeldi. Í gegnum slíkt samstarf/verkefni gætu þessari aðilar fengið prófaða sýna lausn í laxeldi á öðrum Norðurlöndum til hagsbóta fyrir báða aðila og þannig stuðlað að aukinni samkeppnishæfi þessara fyrirtækja. „Í öllum þeim verkefnum sem við tökum þátt í er útgangspunkturinn okkar Norrænn virðisauki. Því með samstarfi þvert á norrænu landamærin viljum við leysa úr læðingi virðisauka sem ella væri ekki fyrir hendi,“ segir Þórður en það fjármagn sem er eyrnamerkt „Sustainable Ocean Economy“ prógramminu er samtals um 350 milljónir íslenskra króna fyrir árin 2021-2024. „Með verkefnum okkar ætlum við að leggja okkar lóð á vogaskálarnar þannig að markmið Norrænnar samvinnu, um að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði veraldar árið 2030 náist. Jafnframt viljum við að verkefnin okkur stuðli að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Gegnum norrænt samstarf hafa Norðurlöndin einstakt tækifæri til að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærni hafsins,“ segir Þórður og bætir við: „Þetta á ekki síst við um Íslendinga. Því við erum stafræn og vel menntuð þjóð, jarðvegurinn hér er mjög góður og því allt sem styður það að við gætum á heimsvísu náð miklu forskoti. En það þýðir þá líka að við þurfum að fara af krafti af stað ekki seinna en núna.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Umhverfismál Íslendingar erlendis Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„En við þurfum að fara að hugsa betur um heilsu þess. Og hvernig við ætlum að nýta það betur og hlúa betur að því í þágu umhverfis- og sjálfbærnimála.“ Stærsta hringrásarráðstefna á Norðurlöndunum er haldin í Reykjavík í þessari viku, Nordic Circular Summit. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sjálfbærnimálin í dag og á morgun. Viðskiptalegir hvatar og styrkir Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan Nordic Circular Summit er haldin, en hún stendur yfir í tvo daga: Frá 17.-18.október. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt, þar sem rætt er um náttúru og líffræðilega fjölbreytni, hringrásarsamfélagið, efnisfæðið, auðgandi viðskiptamódel, orku og auðlindir, mannvirkjagerðir og fleira. Þórður er einn fyrirlesara á ráðstefnunni en hann hélt sitt erindi á ráðstefnunni í gær. Þórður hefur síðastliðin sex ár starfað hjá Nordic Innovation, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Markmið Nordic Innovation er að gera Norðurlönd að frumkvöðlasvæði fyrir sjálfbæran vöxt með því að efla nýsköpun og samkeppnishæfni í norrænum fyrirtækjum. Það svið sem Þórður starfar í vinnur samkvæmt þessum markmiðum að öllu því sem snýr að hagsmunum hafsins. „Ég myndi líkja starfinu mínu við verkefnastjóra þar sem við stýrum safni margra verkefna tengdum hafinu sem hafa sama endamarkmið, það er að auka samkeppnishæfni Norrænna fyrirtækja og sjálfbærni hafsins samtímis“ segir Þórður. Sem dæmi um verkefni má nefna ýmiss nýsköpunarverkefni sem Nordic Innovation fjármagnar. Fjármögnunin er í formi styrkja sem byggja á því að verkefni sem fyrirtæki eða stofnanir vinna að, falli að þeim markmiðum sem Nordic Innovation vinnur að því að ná. Kröfur eru þá gerðar um að fyrirtæki séu í samstarfi við að aðila í að minnsta kosti þremur Norðurlöndum og sjái sjálf um að fjármagna helming kostnaðar sjálfir eða með öðrum leiðum. Allt gengur út á að hafið og hagsmunir þeim tengdum verði sem sjálfbærust og þá helst þannig að hringrásarkerfið skili sér í plús, þ.e. jákvæðum umhverfisáhrifum. En líka að viðskiptalegir hvatar verði til. Þórður nefnir sem dæmi plastið sem Íslendingum er oft tíðrætt um að sé mikið áhyggjuefni, enda mikið magn af því í sjónum og nú að greinast í fiskum. Dæmigert verkefni fyrir okkur að taka þátt í og styrkja væri til dæmis ef eitthvað fyrirtæki á Norðurlöndunum myndi finna nýja lausn á því að hreinsa plast úr hafinu og vinna að því í samstarfi með aðilum frá minnst þremur Norðurlöndum og að verkefnið hefði viðskiptalega hvata til framtíðar.“ Það er ákjósanlegt ef hægt er að beita viðskipalegum hvötum til þess að leysa ýmiss aðkallandi umhverfismál, auka sjálfbærni og helst að búa til jákvæða hringrás hagkerfisins. Þórður telur Íslendinga vel geta náð góðu forskoti á heimsvísu þegar kemur að málefnum hafsins og vistkerfi þess. Við séum stafræn og vel menntuð þjóð og hér sé jarðvegurinn góður til þess. Það þýði þó að Íslendingar þyrftu að fara af stað með krafti ekki seinna en núna.Vísir/Vilhelm Dæmi: Þorskur nánast horfinn úr Oslóarfirði Þórður segir mikla hagsmuni í húfi fyrir Norðurlöndin. „Enda liggja allar höfuðborgir Norðurlandanna við sjó.“ Þórður telur mikla vitundavakningu vera á Íslandi hvað málefni hafsins varða, en meira þurfi til. „Vitundavakningin á Íslandi um málefni hafsins hefur verið mikil síðustu árin. Sjávarklasinn og starfsemin þar er gott dæmi. En eins eru stjórnvöld að stíga vel inn í og almennt er fólk að átta sig betur á því hversu mikilvægt það er að huga að hafinu og sjálfbærni þess,“ segir Þórður og bætir við: En vitundavakningin er jafnframt mikil í löndunum sem við erum að starfa með. Ég nefni sem dæmi ástand Eystrasaltsaltsins en Finnar, Svíar og að einhverju leyti Danir hafa reynt það á eigin skinni hvað breytingar í hafinu geta verið dýrkeyptar. Þá hafa orðið miklar breytingar á lífríkinu í Oslóarfirði og sem dæmi hefur þorskstofninn þar minnkað verulega, sem er ágætis dæmi um hversu mikil breyting getur orðið í vistkerfinu ef heilsu hafsins er ekki sinnt.“ Í erindi Þórðar í gær benti hann á að samkvæmt úttekt Nordic Innovation eru Norðurlöndin einna fremst í flokki þjóða þegar kemur að málefnum hafsins í eftirfarandi þáttum: Sjávarmeti/matur Orkuframleiðslu á hafinu Samgöngum á hafi Ferðaþjónusta tengd hafinu Til að vinna að hagsmunum hafsins hefur Nordic Innovation skilgreint þrjú áherslusvið og nefnir Þórður nokkur dæmi til að skýra út hvert svið. Ocean based biomass: Sem dæmi um verkefni sem Nordic Innovation hefur fjármagnað í þessum flokki er nýsköpunarverkefni sem felur í sér framleiðslu á lömpum, borðplötum og fleiru sem er framleitt að verulegu leiti úr skeljum. Einnig samstarf við byggingaaðila sem eru að þreifa fyrir sér að nota þara í byggingarefni til að framleiða til dæmis spónarplötur. Co-located activites: Hér gæti dæmið til dæmis verið þróun nokkurs konar iðngarða á hafi, þar sem hrat eins aðila verður hráefni annars og mynda þannig hringrásahagkerfi. Í byrjun þessa mánaðar hélt Sjávarklasinn í samstarfi við Nordic Innovation hakkaþon þar sem komu fram margar áhugaverðar hugmyndir og líkön um mögulega iðngarða á hafinu. Nordic Testbeds: Hér erum við að tala um verkefni sem snúa að því að auðvelda prófanir á nýjum lausnum þvert á Norrænu landamærin. Sem dæmi mætti ímynda sér verkefni í Finnlandi þar sem aðilar væru þróa eftirlitsróbóta til notkunar í laxeldi. Í gegnum slíkt samstarf/verkefni gætu þessari aðilar fengið prófaða sýna lausn í laxeldi á öðrum Norðurlöndum til hagsbóta fyrir báða aðila og þannig stuðlað að aukinni samkeppnishæfi þessara fyrirtækja. „Í öllum þeim verkefnum sem við tökum þátt í er útgangspunkturinn okkar Norrænn virðisauki. Því með samstarfi þvert á norrænu landamærin viljum við leysa úr læðingi virðisauka sem ella væri ekki fyrir hendi,“ segir Þórður en það fjármagn sem er eyrnamerkt „Sustainable Ocean Economy“ prógramminu er samtals um 350 milljónir íslenskra króna fyrir árin 2021-2024. „Með verkefnum okkar ætlum við að leggja okkar lóð á vogaskálarnar þannig að markmið Norrænnar samvinnu, um að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði veraldar árið 2030 náist. Jafnframt viljum við að verkefnin okkur stuðli að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Gegnum norrænt samstarf hafa Norðurlöndin einstakt tækifæri til að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærni hafsins,“ segir Þórður og bætir við: „Þetta á ekki síst við um Íslendinga. Því við erum stafræn og vel menntuð þjóð, jarðvegurinn hér er mjög góður og því allt sem styður það að við gætum á heimsvísu náð miklu forskoti. En það þýðir þá líka að við þurfum að fara af krafti af stað ekki seinna en núna.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Tækni Umhverfismál Íslendingar erlendis Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00
Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. 6. apríl 2023 07:01