Íhugar að kæra lögmanninn Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 14:15 Frá verkefnum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur, þó ekki því frá því á fimmtudagskvöldinu 5. október þegar atburðirnir sem frá er greint í þessari frétt áttu sér stað. Vísir Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman. Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman.
Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00