Erlent

Stroku­kóngur fær fjór­tán ár fyrir stroku­til­raun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rédoine Faïd stakk af úr fangelsi í þessari þyrlu, sem síðar fannst í skóglendi.
Rédoine Faïd stakk af úr fangelsi í þessari þyrlu, sem síðar fannst í skóglendi. Vísir/EPA

Franskur maður sem fékk upphafleg dóm fyrir vopnað rán hefur verið dæmdur í annað sinn til fangelsisvistar fyrir að strjúka úr fangelsi. Fjórtán ár bætast nú við fangelsisvistina eftir að hann flúði fangelsi í París meðal annars með aðstoð þyrlu.

Í apríl 2013 smyglaði Rédoine Faïd sprengjuefni og byssu inn í Sequedin fangelsið í norðurhluta Frakklands, sem hann notaði til þess að flýja þaðan. Mánuði síðar var hann fangelsaður að nýju. 

Það var svo 1. júlí 2018 sem Faïd gerði aðra tilraun með aðstoð þriggja vopnaðra aðstoðarmanna. Aðstoðarmennirnir þrír réðust inn í þyrlu og skipuðu flugmanninum að vinsamlegast setja stefnuna á Réau fangelsið. Eftir að hafa lent í fangelsisgarðinum og sprengt reyksprengjur til að villa um fyrir frangavörðunum beitti einn aðstoðarmannanna, sem síðar kom í ljós að var eldri róðir Faïds, Rachid, slípirokk til að skera upp hurðir fangelsisins alla leið að gestasalnum. 

Dyr fangelsisins voru illa farnar eftir að samverkamenn Faïds notuðu slípirokk til að þvinga þær upp.EPA//P.PAUCHET

Faïd var á þeim tíma staddur í salnum þar sem annar bróðir hans, Brahim, var hjá honum í heimsókn. Aðrir fangar fögnuðu þegar Faïd lét sig hverfa upp í þyrluna en aðgerðin tók í heild minna en tíu mínútur.

Faïd var á flótta í þrjá mánuði en lögreglu tókst loks að hafa uppi á honum í heimabæ hans Creil, norður af París, þar sem einhverjum tókst að bera kennsl á hann á vappi, klæddur í búrku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×