Tvær vikur eru síðan Vísir greindi frá því að Gjert Ingebrigtsen hefði opnað sig varðandi ákvörðun sína að hætta þjálfa syni sína þrjá: Jakob, Filip og Henrik á síðasta ári. Bræðurnir eru fæddir frá 1991 til 2000 og eru allir margverðlaunaðir hlauparar.
Sá yngsti, Jakob, er Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari. Henrik og Filip hafa orðið Evrópumeistarar og Filip hefur einnig unnið verðlaun á HM.
Gjert hafði verið til tals í hlaðvarpsþætti þar sem hann fór yfir hvernig það var að vera þjálfari sona sinna. Hann var mjög harður við þá og talið er að hann hafi farið langt yfir strikið.
Nú hefur The Times greint frá því að bræðurnir ásaki föður sinn um að hafa beitt þá líkamlegu ofbeldi sem og hótunum þegar hann var þjálfari þeirra.
Norwegian police have opened a criminal investigation into allegations that the Olympic 1,500m champion, Jakob Ingebrigtsen, and two of his brothers were physically abused by their father their former coach. https://t.co/q9QItder6H pic.twitter.com/yUpD3L1PQx
— Sport & Rights Alliance (@Sport_Rights) October 30, 2023
Hinn 57 ára gamli Gjert neitar sök.