Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár.
Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar.
"If it was planned a little bit better"
— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023
Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL
„Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München.
„Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við.
Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023
Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv
Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár.