Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 11:28 Age Hareide Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira