Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 17:04 Höfuðstöðvar Sýnar eru á Suðurlandsbraut 8 og 10 í Reykjavík. Sýn Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt vegna árshlutauppgjörs Sýnar sem birt var í Kauphöll síðdegis. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar starfar þvert á þessar rekstrareiningar undir áframhaldandi ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur. Vilborg Helga Harðardóttir, sem var forstjóri Já.is fyrir kaup Sýnar á vefsíðunni í október, stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps. Gert er ráð fyrir þriggja milljarða tekjum af nýju rekstrareiningunni. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í dag. „Samþætting Já og tengdra eininga við vefmiðla og útvarpstöðvar Sýnar mun styrkja vöruframboð verulega og auka auglýsingapláss á vefmiðlum,“ segir í tilkynningu til Kauphallar. Eva Georgs Ásudóttir, sem verið hefur framleiðslustjóri Stöðvar 2, stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. „Stöð 2 verður þá sjálfstæð rekstrareining með áherslu á áskriftartekjur og innlenda dagskrárgerð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun starfa þvert á þessar einingar.“ Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi þann 8. nóvember 2023. Vilborg Helga Harðardóttir stýrir rekstri Vefmiðla og útvarps og Eva Georgs Ásudóttir stýrir rekstrareiningunni Stöð 2. Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 1.594 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 og jókst um 32% á milli ára. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi (3F) var 592 m.kr., samanborið við 486 m.kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 804 m.kr. samanborið við 454 m.kr. á sama tímabili árið 2022. Kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar voru samþykkt af Samkeppniseftirlitinu og fór afhending fram 4. október. Fyrsta kaupsamningsgreiðslan barst samdægurs. Umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna og verður áætlaður söluhagnaður upp á rúmlega 2.4 milljarða króna bókfærður að fullu á fjórða ársfjórðungi, segir í tilkynningu. Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. „Rekstrarhagnaður heldur áfram að aukast frá fyrra ári og góður taktur er í tekjum af kjarnastarfsemi. Auglýsingatekjur eru í góðum vexti og eins gengur vel hjá dótturfélaginu okkar Endor,“ segir í tilkynningu. Páll forstjóri og Vilborg, sem stýrir nýrri rekstrareiningu, við handsölun samninga við kaup Sýnar á Já.is.Sýn „Í byrjun október áttu sér stað mikilvægir áfangar með afhendingu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans ásamt því að formlega var gengið frá kaupum á Já. Með kaupunum á Já og sölutorginu Bland.is sjáum við mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu til að styrkja stöðu okkar enn frekar á þeim markaði. Við höldum áfram á þeirri vegferð að skerpa á tekjuskapandi rekstrareiningum og skiptum fjölmiðlunum upp í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, Vefmiðla og útvarp annars vegar og Stöð 2 hins vegar. Undir Vefmiðla og útvarp fellur rekstur Vísis og tengdra vefsíða, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva, auk hlaðvarpsveitunnar Tal ásamt Já.is, Bland og tengdra vörumerkja. Stöð 2 heldur áfram að sýna gæðaefni með áherslu á innlenda framleiðslu og íþróttaefni. Fréttastofan starfar þvert á þessar einingar,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar. „Viðtökur við fjölbreyttum fjarskipta- og afþreyingarpökkum sem voru settir í loftið í ágúst hafa verið góðar og sjáum við jákvæða þróun í fjöldatölum. Þá sýna nýjustu kannanir að Vodafone er í auknum mæli fyrsta val viðskiptavina, auk þess sem ánægja með þjónustuna er á uppleið. Til að styrkja enn frekar þjónustu framboð sitt hefur Vodafone kynnt nýja þjónustu, Snjallheimsókn, sem hefur mælst afar vel fyrir. Á síðasta fjórðungi ársins verður gríðarlega margt spennandi í gangi hjá Stöð 2. Má þar nefna 2. seríu af Idol, sýningu á landsleikjum í opinni dagskrá, ásamt fjölbreyttu efni m.a. í gegnum Viaplay samning okkar,“ segir Páll. Samantektina í heild má sjá í tengdum skjölum að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Tengd skjöl Skipulag_miðlaPDF4.0MBSækja skjal
Fjölmiðlar Fjarskipti Sýn Bíó og sjónvarp Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira