Sýningarsalir opna kl. 12 og tekið verður á móti gestum til kl. 16.

Á sýningunni má sjá rafmagnað bílaúrval frá Toyota, bæði hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Meðal þeirra bíla sem hægt er að skoða og reynsluaka eru bZ4X, sem er stórskemmtilegur sportjeppi með mikla torfærueiginleika, nýjasta kynslóð af Prius sem er sportlegur tengiltvinnbíll, RAV4 Plug in Hybrid sem er 306 hestafla sprækur sportjeppi sem er aðeins 6,2 sek. í 100 Km/sek og svo Proace Verso rafmagnsbíllinn.

Gestir eru sérstaklega hvattir til að reynsluaka rafbílum því dregið verður úr nöfnum þeirra sem reynsluaka og þeir heppnu fá 50.000 kr. gjafabréf sem nota má í Smáralind eða á Glerártorgi á Akureyri.

Ekki nóg með það heldur verður einnig boðið upp á hátíðlegt góðgæti fyrir alla fjölskylduna frá Myllunni, Nóa Síríus og Ölgerðinni.
Nánari upplýsingar á vef Toyota á Íslandi.