Fótbolti

Vilja að leikurinn fari fram á hlut­lausum velli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hér eru Lyon ekki velkomnir. Borði sem stuðningsmenn Marseille sýndu í leik liðanna árið 2015.
Hér eru Lyon ekki velkomnir. Borði sem stuðningsmenn Marseille sýndu í leik liðanna árið 2015. AFP

Lyon hefur harðlega mótmælt og mun áfrýja ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að leyfa Marseille að njóta stuðnings aðdénda sinna þegar liðin mætast í frestuðum leik á Velodrome leikvanginum þann 6. desember. 

Leikur liðanna átti að fara fram á Velodrome leikvanginum í Marseille 29. október síðastliðinn en var frestað eftir að stuðningsmenn heimaliðsins réðust að rútum sem ferjuðu leik- og stuðningsmenn Lyon á völlinn. 

Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leikurinn skuli spilaður þann 6. desember næstkomandi klukkan 21:00 að staðartíma, en engin breyting var gerð á því hvar leikurinn færi fram. 

„Við viljum spila á hlutlausum velli“ sagði Vincent Ponsot, formaður knattspyrnudeildar Lyon. „Við viljum geta spilað fótbolta hræðslulausir og án allrar áhættu“ bætti hann svo við. 

Rígurinn milli liðanna er einn sá mesti sem þekkist í Frakklandi. Leik þeirra árið 2021 var aflýst eftir að flösku var grýtt í andlit Dimitri Payet, leikmann Marseille. Stig voru þá dregin af Lyon fyrir hegðun stuðningsmanna. 

Sjö hafa verið handteknir í kjölfar árasarinnar á dögunum. Marseille sagðist fordæma alla slíka hegðun.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×