Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fundinum stýrði Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Hann fór yfir stöðu mála eftir atburði síðasta sólarhrings þar sem kvikuinnskot gerði vart við sig undir Grindavík.
Á fundinum voru einnig Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða krossins, Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og Benedikt Halldórsson fulltrúi frá Veðurstofu Íslands.