Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2023 22:20 Úr leik kvöldsins. Kristian Nökkvi Hlynsson, númer 23, lék sinn fyrsta A-landsleik og fékk á sig vafasaman vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik. Christian Hofer/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir. Möguleikar Íslands á að komast á EM eru þó síður en svo úr sögunni og allar líkur á að liðið fari í fjögurra liða umspil í lok mars, vegna árangurs síns í Þjóðadeildinni. Miðað við frammistöðuna í kvöld þarf margt að breytast á þeim rúmu fjórum mánuðum sem eru fram að því umspili. Orri veitti skammvinna sælu Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi þó yfir í kvöld, með glæsilegu skallamarki á 17. mínútu, en eftir það tóku Slóvakar smám saman öll völd á vellinum. Þeir jöfnuðu metin upp úr hornspyrnu og komust yfir eftir umdeildan vítaspyrnudóm, og voru 2-1 yfir í hálfleik. Upphaf seinni hálfleiks var svo martröð hjá íslenska liðinu og skoraði Lukas Haraslín tvö mörk sem svo gott sem gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen náði þó að minnka muninn úr sinni fyrstu snertingu í leiknum, á 74. mínútu, en þar við sat. Það er eitthvað sem hægt er að svekkja sig á lengi að Ísland skyldi ekki vera nær því að komast upp úr þessum „heppilega“ riðli, en tölurnar ljúga ekki og sýna að liðið var einfaldlega langt frá því. Ísland er núna níu stigum á eftir Slóvakíu og bilið gæti enn breikkað. Frammistaða liðsins á útivelli hefur hingað til ítrekað valdið miklum vonbrigðum og ekki hægt að búast við að niðurstaðan verði eitthvað betri í lokaleiknum gegn Portúgal á sunnudaginn. Eins og í fyrri leikjum Íslands undir stjórn Åge Hareide átti Ísland mjög flottan kafla í leiknum í kvöld, og það var á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Eftir það var frammistaðan einfaldlega vonbrigði, eins og í svo mörgum leikjum í þessari undankeppni. Glæsiskalli Orra Steins, eftir frábæra fyrirgjöf Guðlaugs Victors, virtist kveikja í heimamönnum og senda íslenska liðið nánast í skotgrafirnar. Ísland skapaði sér alla vega ekki eitt einasta færi, eða gerði sig líklegt til þess, fyrr en Andri Lucas minnkaði muninn eins og fyrr segir. VAR-kjaftshöggið Vissulega var íslenska liðið óheppið að missa Arnór Ingva Traustason meiddan af velli í stöðunni 1-0, í hans mikilvæga hlutverki á milli varnar og sóknar, en það á ekki að mola liðið svona niður. Slóvakar sóttu stíft og eftir nokkrar hornspyrnur í röð jöfnuðu þeir verðskuldað upp úr einni slíkri, á 30. mínútu. Skömmu síðar kom svo VAR-kjaftshögg þar sem Craig Pawson sneri ákvörðun sinni um að dæma ekki víti, eftir að hafa séð á skjá að Kristian Nökkvi Hlynsson braut á Ondrej Duda. Kristian var að spila sinn fyrsta A-landsleik og svo sannarlega hent í djúpu laugina, en dómurinn var strangur ef ekki hreinlega rangur. Vonbrigði fyrir Kristian sem var svo tekinn af velli strax í hálfleik en hann hristir þau vonandi af sér strax. Juraj Kucka og félagar léku íslenska liðið grátt í kvöld. Hér eru Kolbeinn Birgir Finnsson og Ísak Bergmann Jóhannesson til varnar gegn honum.Getty/Christian Hofer Og Kristian verður að minnsta kosti ekki sakaður um neinn þátt í martraðarbyrjun Íslands í seinni hálfleik þar sem Lukás Haraslín skoraði tvö mörk á skömmum tíma, gegn hripleku íslensku liði. Jákvæð innkoma varamanna Eftir þetta kom fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson inn á, og bættist inn í miðja vörn Íslands, og við það komst betri bragur á íslenska liðið á ný, hvort sem það var vegna innkomu Arons eða góðrar stöðu heimamanna. Andri Lucas náði aðeins að skjóta heimamönnum skelk í bringu en fyrir utan fínt skot Alfreðs Finnbogasonar utan teigs þá átti Ísland ekki fleiri tilraunir til að sækja stig úr leiknum. Niðurstaðan því þriðji útileikurinn í þessari undankeppni þar sem Ísland virtist í raun ekkert mikið síðra lið en var samt svo langt frá því að taka nokkuð með sér heim. Horft til mars Það er því erfitt að vera upplitsdjarfur. En ef Ísland hefur heppnina með sér, eins og í drættinum fyrir þessa undankeppni, þá gæti verið að andstæðingarnir í umspilinu í lok mars verði Ísrael í Búdapest og svo Bosnía eða Finnland í úrslitaleik (þar sem dregið yrði um heimavöll). Þannig hljómar það því eins og gerlegt verkefni að komast á EM en til þess þurfa góðir kaflar að verða að heilsteyptri og ásættanlegri frammistöðu, og kannski þarf mikið meira en fjóra mánuði til að hún verði til. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. Eftir ágætis byrjun og að hafa komist yfir á 17. mínútu var frammistaðan ekki upp á marga fiska og úr varð að Slóvakía vann 4-2 og tryggðu sig þar með inn á EM 2024. Orri Steinn Óskarsson komst best frá sínum leik af íslensku leikmönnunum. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 „Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01 Orri Steinn: Við verðurm bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir. Möguleikar Íslands á að komast á EM eru þó síður en svo úr sögunni og allar líkur á að liðið fari í fjögurra liða umspil í lok mars, vegna árangurs síns í Þjóðadeildinni. Miðað við frammistöðuna í kvöld þarf margt að breytast á þeim rúmu fjórum mánuðum sem eru fram að því umspili. Orri veitti skammvinna sælu Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi þó yfir í kvöld, með glæsilegu skallamarki á 17. mínútu, en eftir það tóku Slóvakar smám saman öll völd á vellinum. Þeir jöfnuðu metin upp úr hornspyrnu og komust yfir eftir umdeildan vítaspyrnudóm, og voru 2-1 yfir í hálfleik. Upphaf seinni hálfleiks var svo martröð hjá íslenska liðinu og skoraði Lukas Haraslín tvö mörk sem svo gott sem gerðu út um leikinn. Varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen náði þó að minnka muninn úr sinni fyrstu snertingu í leiknum, á 74. mínútu, en þar við sat. Það er eitthvað sem hægt er að svekkja sig á lengi að Ísland skyldi ekki vera nær því að komast upp úr þessum „heppilega“ riðli, en tölurnar ljúga ekki og sýna að liðið var einfaldlega langt frá því. Ísland er núna níu stigum á eftir Slóvakíu og bilið gæti enn breikkað. Frammistaða liðsins á útivelli hefur hingað til ítrekað valdið miklum vonbrigðum og ekki hægt að búast við að niðurstaðan verði eitthvað betri í lokaleiknum gegn Portúgal á sunnudaginn. Eins og í fyrri leikjum Íslands undir stjórn Åge Hareide átti Ísland mjög flottan kafla í leiknum í kvöld, og það var á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Eftir það var frammistaðan einfaldlega vonbrigði, eins og í svo mörgum leikjum í þessari undankeppni. Glæsiskalli Orra Steins, eftir frábæra fyrirgjöf Guðlaugs Victors, virtist kveikja í heimamönnum og senda íslenska liðið nánast í skotgrafirnar. Ísland skapaði sér alla vega ekki eitt einasta færi, eða gerði sig líklegt til þess, fyrr en Andri Lucas minnkaði muninn eins og fyrr segir. VAR-kjaftshöggið Vissulega var íslenska liðið óheppið að missa Arnór Ingva Traustason meiddan af velli í stöðunni 1-0, í hans mikilvæga hlutverki á milli varnar og sóknar, en það á ekki að mola liðið svona niður. Slóvakar sóttu stíft og eftir nokkrar hornspyrnur í röð jöfnuðu þeir verðskuldað upp úr einni slíkri, á 30. mínútu. Skömmu síðar kom svo VAR-kjaftshögg þar sem Craig Pawson sneri ákvörðun sinni um að dæma ekki víti, eftir að hafa séð á skjá að Kristian Nökkvi Hlynsson braut á Ondrej Duda. Kristian var að spila sinn fyrsta A-landsleik og svo sannarlega hent í djúpu laugina, en dómurinn var strangur ef ekki hreinlega rangur. Vonbrigði fyrir Kristian sem var svo tekinn af velli strax í hálfleik en hann hristir þau vonandi af sér strax. Juraj Kucka og félagar léku íslenska liðið grátt í kvöld. Hér eru Kolbeinn Birgir Finnsson og Ísak Bergmann Jóhannesson til varnar gegn honum.Getty/Christian Hofer Og Kristian verður að minnsta kosti ekki sakaður um neinn þátt í martraðarbyrjun Íslands í seinni hálfleik þar sem Lukás Haraslín skoraði tvö mörk á skömmum tíma, gegn hripleku íslensku liði. Jákvæð innkoma varamanna Eftir þetta kom fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson inn á, og bættist inn í miðja vörn Íslands, og við það komst betri bragur á íslenska liðið á ný, hvort sem það var vegna innkomu Arons eða góðrar stöðu heimamanna. Andri Lucas náði aðeins að skjóta heimamönnum skelk í bringu en fyrir utan fínt skot Alfreðs Finnbogasonar utan teigs þá átti Ísland ekki fleiri tilraunir til að sækja stig úr leiknum. Niðurstaðan því þriðji útileikurinn í þessari undankeppni þar sem Ísland virtist í raun ekkert mikið síðra lið en var samt svo langt frá því að taka nokkuð með sér heim. Horft til mars Það er því erfitt að vera upplitsdjarfur. En ef Ísland hefur heppnina með sér, eins og í drættinum fyrir þessa undankeppni, þá gæti verið að andstæðingarnir í umspilinu í lok mars verði Ísrael í Búdapest og svo Bosnía eða Finnland í úrslitaleik (þar sem dregið yrði um heimavöll). Þannig hljómar það því eins og gerlegt verkefni að komast á EM en til þess þurfa góðir kaflar að verða að heilsteyptri og ásættanlegri frammistöðu, og kannski þarf mikið meira en fjóra mánuði til að hún verði til.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. Eftir ágætis byrjun og að hafa komist yfir á 17. mínútu var frammistaðan ekki upp á marga fiska og úr varð að Slóvakía vann 4-2 og tryggðu sig þar með inn á EM 2024. Orri Steinn Óskarsson komst best frá sínum leik af íslensku leikmönnunum. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 „Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01 Orri Steinn: Við verðurm bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. Eftir ágætis byrjun og að hafa komist yfir á 17. mínútu var frammistaðan ekki upp á marga fiska og úr varð að Slóvakía vann 4-2 og tryggðu sig þar með inn á EM 2024. Orri Steinn Óskarsson komst best frá sínum leik af íslensku leikmönnunum. 16. nóvember 2023 21:56
Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40
Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50
„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. 16. nóvember 2023 22:01
Orri Steinn: Við verðurm bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti