Arteta kærður fyrir skammarræðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:01 Mikel Arteta fór mikinn á umræddum blaðamannafundi og fær ekki að komast upp með það. Getty/Nigel French Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir 1-0 tap Arsenal á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Arteta var mjög ósáttur með það að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa eftir að myndbandsdómararnir skoðuðu þrjár mismunandi ástæður fyrir því að dæma markið af. Anthony Gordon skoraði markið en þetta er eitt umdeildasta mark sem hefur verið skorað í langan tíma. Það stóð samt eftir langa og ítarlega skoðun. FA statement: Mikel Arteta has been charged with a breach of FA Rule E3.1 . It happens following comments that he made in media interviews after Arsenal s Premier League game against Newcastle United on Saturday 4 November . pic.twitter.com/xIKvmkQRHP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2023 Arteta kallaði niðurstöðu VAR vandræðalega og hreina skömm en dómararnir í VAR-herberginu fundu ekki óyggjandi sannanir fyrir því að dæma markið af þrátt fyrir að boltinn virtist fara út af vellinum í aðdragandanum, markaskorarinn gat mögulega verið rangstæður og ýtt var á bak varnarmanns Arsenal í markteignum. Arteta fær tíma þar til á þriðjudaginn til að svara ákærunni. Hann stóð fast á sínu í framhaldinu og Arsenal kom síðan með tilkynningu þar sem félagið stóð að baki knattspyrnustjóra sínum og lýsti því einnig yfir að dómgæslan hafi verið óásættanleg og að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu betra skilið. Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur komið fram og lýst því yfir að myndbandsdómararnir hafi komist að réttri niðurstöðu í öllum þessum þremur umdeildu atriðum. Tapið á móti Newcastle var það fyrsta á tímabilinu hjá Arsenal liðinu. Liðið er nú í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni en þó bara einu stigi á eftir toppliði Manchester City. BREAKING: Mikel Arteta has been charged with misconduct following comments he made in post-match interviews after Arsenal s Premier League game defeat to Newcastle United. pic.twitter.com/eukb97vhM0— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Arteta var mjög ósáttur með það að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa eftir að myndbandsdómararnir skoðuðu þrjár mismunandi ástæður fyrir því að dæma markið af. Anthony Gordon skoraði markið en þetta er eitt umdeildasta mark sem hefur verið skorað í langan tíma. Það stóð samt eftir langa og ítarlega skoðun. FA statement: Mikel Arteta has been charged with a breach of FA Rule E3.1 . It happens following comments that he made in media interviews after Arsenal s Premier League game against Newcastle United on Saturday 4 November . pic.twitter.com/xIKvmkQRHP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 16, 2023 Arteta kallaði niðurstöðu VAR vandræðalega og hreina skömm en dómararnir í VAR-herberginu fundu ekki óyggjandi sannanir fyrir því að dæma markið af þrátt fyrir að boltinn virtist fara út af vellinum í aðdragandanum, markaskorarinn gat mögulega verið rangstæður og ýtt var á bak varnarmanns Arsenal í markteignum. Arteta fær tíma þar til á þriðjudaginn til að svara ákærunni. Hann stóð fast á sínu í framhaldinu og Arsenal kom síðan með tilkynningu þar sem félagið stóð að baki knattspyrnustjóra sínum og lýsti því einnig yfir að dómgæslan hafi verið óásættanleg og að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu betra skilið. Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur komið fram og lýst því yfir að myndbandsdómararnir hafi komist að réttri niðurstöðu í öllum þessum þremur umdeildu atriðum. Tapið á móti Newcastle var það fyrsta á tímabilinu hjá Arsenal liðinu. Liðið er nú í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni en þó bara einu stigi á eftir toppliði Manchester City. BREAKING: Mikel Arteta has been charged with misconduct following comments he made in post-match interviews after Arsenal s Premier League game defeat to Newcastle United. pic.twitter.com/eukb97vhM0— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira