Fótbolti

Meistararnir í neðsta styrk­leika­flokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalir unnu Englendinga í úrslitaleik EM fyrir tveimur árum.
Ítalir unnu Englendinga í úrslitaleik EM fyrir tveimur árum. getty/Robbie Jay Barratt

Nokkuð ljóst virðist vera hvaða andstæðinga úr neðsta styrkleikaflokki liðin vilja forðast þegar dregið verður í riðla á EM 2024 í fótbolta karla.

Ítalía, sem á titil að verja á EM, er nefnilega í neðsta styrkleikaflokki. Ef Ísland kemst á EM í gegnum umspil verður liðið einnig í neðsta styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur liðunum sem fara á EM gegnum umspil.

Ljóst er í hvaða styrkleikaflokkum liðin 21 sem eru komin á EM verða í. Í efsta styrkleikaflokki eru gestgjafar Þýskalands, Portúgal, Frakkland, Spánn, Belgía og England.

Ítalir og Englendingar mættust í úrslitaleik síðasta EM og gætu lent saman í riðli í EM á næsta ári.

Holland og Króatía, bronslið HM 2022, eru í 3. styrkleikaflokki. Liðin í hinum styrkleikaflokkunum vilja eflaust forðast þau eins og heitan eldinn.

Dregið verður í riðla fyrir EM í Hamborg í desember.

Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn

Styrkleikaflokkur 1

  • Þýskaland (gestgjafar), Portúgal, Frakkland, Spánn, Belgía, England

Styrkleikaflokkur 2

  • Ungverjaland, Danmörk, Albanía, Austurríki, Tyrkland, Rúmenía

Styrkleikaflokkur 3

  • Skotland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland, Króatía, Holland

Styrkleikaflokkur 4

  • Serbía, Ítalía, Sviss, 3 sigurvegarar umspils 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×