Lífið samstarf

Svartir dagar í Heimilis­tækjum og Tölvu­listanum

Heimilistæki og Tölvulistinn

Nú er genginn í garð einn stærsti verslunardagur ársins en margir bíða spenntir með veskið tilbúið eftir Svörtum föstudegi.

Í flestum verslunum er hægt að finna vegleg tilboð og eru þar Heimilistæki og Tölvulistinn engin undantekning en raftækja- og tölvuverslunin blása í sameiningu til Svartra daga með glæsilegum tilboðum sem gilda alla helgina eða 24. – 27. nóvember.

Heimilistæki og Tölvulistinn hafa undanfarin ár tekið enn frekar saman höndum en verslanirnar eiga langa sameiginlega sögu og hafa haft sameiginleg verslunarhúsnæði um allt land í nærri því tvo áratugi. Í verslunum Heimilistækja og Tölvulistans má á Svörtum dögum finna glæsileg tilboð á OLED sjónvörpum, fartölvum, tölvuleikjabúnaði, þvottavélum, Dyson ryksugum og mörgu fleira sem hentar einstaklega vel í jólagjafir á allt að 60% afslætti. Vöruúrvalið er gífurlega fjölbreytt en auk spennandi sértilboða verður 10-30% afsláttur af öllum vörum út mánudag.

Heimilistæki og Tölvulistinn reka stórar netverslanir auk 5 útibúa víðs vegar um landið en allar vörur eru afgreiddar út frá sameiginlegum lager í Reykjavík þar sem AutoStore róbótinn „Rúsína“ vinnur af krafti ásamt lagerstarfsmönnum við að afgreiða pantanir hratt og örugglega. Eftir að róbótinn var tekinn í notkun árið 2021 hefur afhendingartíminn helmingast á álagstímum og framkvæmdastjórinn þarf ekki lengur að mæta á kvöldin til þess að stilla upp pöntunum. 

Þó álagið sé ennþá mikið hefur starfsfólk Heimilistækja og Tölvulistans gaman af þessum dögum, sérstaklega þegar vel gengur og myndast mikil stemning á starfsstöðvum þar sem allir leggja sitt á vogarskálarnar til þess að upplifun viðskiptavina verði sem best.

Öll tilboðin má skoða í tilboðsbæklingi Heimilistækja og Tölvulistans sem finna má á vefsíðum þeirra ht.is eða á tl.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.